Fréttir


Fréttir

Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Tyverb

Mikilvæg uppfærsla á samantekt á eiginleikum lyfsins.

17.5.2019

Markaðsleyfishafi lyfsins Novartis Europharm Ltd. hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna sem fjallar um breytingar á samantekt á eiginleikum lyfsins.

Ábendingu lyfsins hefur verið breytt til þess að setja aftur inn texta um að engar upplýsingar liggi fyrir um ávinning af verkun lapatiníbs miðað við trastuzúmab. Hvort tveggja er notað ásamt arómatasahemli hjá konum eftir tíðahvörf sem hafa hormónaviðtakajákvæðan sjúkdóm með meinvörpum, og hafa áður fengið meðferð með trastuzúmabi eða aromatasahemli.

Hjá sjúklingum sem eru á meðferð með lapatiníbi ásamt arómatasahemli, og hafði áður versnað á meðferð sem innihélt trastuzúmab, á að taka einstaklingsbundna ákvörðun um áframhaldandi meðferð.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finnar ítarlegar upplýsingar um Tyverb í sérlyfjaskrá.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Til baka Senda grein