Fréttir


Fréttir

Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – RoActemra

Hætta á mjög sjaldgæfum en alvarlegum lifrarskemmdum, þ.m.t. bráðri lifrarbilun sem krefst lifrarígræðslu.

2.7.2019

Markaðsleyfishafi lyfsins F. Hoffmann-La Roche hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna til þess að koma á framfæri nýjum öryggisupplýsingum um lyfið RoActemra (tocilizumab).

Alvarleg tilvik lifrarskemmda af völdum lyfja, þ.m.t. bráð lifrarbilun, lifrarbólga og gula, sem stundum krefst lifrarígræðslu, hafa komið upp hjá sjúklingum sem hafa fengið meðferð með tocilizumabi. Þessar aukaverkanir eru tíðniflokkaðar sem „mjög sjaldgæfar“.

Ráðleggja skal sjúklingum að leita tafarlaust til læknis ef vart verður við teikn og einkenni lifrarskemmda.

Mæla á gildi ALAT og ASAT á fjögurra til átta vikna fresti fyrstu sex mánuði meðferðar og síðan 12 vikna fresti hjá sjúklingum með gigtsjúkdóma.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu, og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um RoActemra í sérlyfjaskrá.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Til baka Senda grein