Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Modiodal, Modafinil Bluefish og Aspendos
Hugsanleg hætta á vansköpun fósturs.
Markaðsleyfishafar sérlyfja sem innihalda modafinil hafa í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna til þess að koma á framfæri nýjum öryggisupplýsingum um lyfið.
Upplýsingarnar komu fram í kjölfar árlegrar skoðunar á gögnum úr gagnagrunnum um notkun Nuvigil® og Provigil® á meðgöngu í Bandaríkjunum.
Samkvæmt tilkynningum eftir markaðssetningu er grunur um að notkun modafinils á meðgöngu valdi vansköpun fósturs, þ.á.m. á hjarta þess.
Modafinil á ekki að ávísa til þungaðra kvenna eða kvenna sem geta orðið þungaðar.
Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu, og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Modiodal, Modafinil Bluefish og Aspendos í sérlyfjaskrá.