Fréttir


Fréttir: október 2020

Ný lyf á markað í október - 29.10.2020

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. október.

Lesa meira

Tækifæri til að efla enn starfsemi stofnana Evrópusambandsins - 29.10.2020

Lyfjastofnun Evrópu (EMA – European Medicines Agency) er ein þeirra þrjátíu og sjö sjálfstæðu stofnana sem starfa á vegum Evrópusambandins. Verkefni þeirra eru afar fjölbreytt, en auk lyfjamála má nefna flugöryggismál, umhverfismál, fæðuöryggi, fjármálastöðugleika, og dýravernd. Í nýju skýrslunni er starfsemi stofnananna yfirfarin með heildaryfirsýn í huga. Hvernig þeim gengur að vinna að markmiðum ESB með hagsmuni borgara landanna í fyrirrúmi. 

Lesa meira

Ráðstefna um þátttöku sjúklinga í þróun krabbameinslyfja - 28.10.2020

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) stendur fyrir ráðstefnu um krabbameinslyf fimmtudaginn 29. október. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 25 ára afmæli stofnunarinnar og verður á formi fjarfundar. Fjallað verður um möguleika þess að nýta betur upplýsingar frá krabbameinssjúklingum í því skyni að þær gætu gagnast við upplýsingasöfnun, þróun og mat á krabbameinslyfjum. Ráðstefnan stendur frá kl. 12:00 -15:30 að íslenskum tíma og verður hún send út beint á vef EMA.  

Lesa meira

Smáforrit apóteks til skoðunar hjá Lyfjastofnun og embætti landlæknis - 16.10.2020

Vakin er sérstök athygli á hluta skilmála smáforritsins, en þar segir að umboðin sem bæði er hægt að veita og nálgast i smáforritinu gilda aðeins í verslunum þess apóteks sem að baki því stendur.

Lyfjastofnun bendir á að umboð sem hægt er að veita í sama tilgangi á heilsuvera.is, gilda hins vegar í öllum apótekum landsins.

Lesa meira

Sjúklingar haldi áfram að taka metformínlyf - 16.10.2020

Fréttir hafa birst um innkallanir nokkurra metformínlyfja í Bandaríkjunum vegna þess að magn aðskotaefnisins nítrósamíns reyndist yfir viðmiðunarmörkum. Mikilvægt er að sjúklingar sem taka metformínlyf við sykursýki haldi áfram að taka lyfin.

Lesa meira

Aukaverkanatilkynningar fleiri í september en fyrri mánuði ársins - 15.10.2020

Fleiri tilkynningar um aukaverkanir lyfja bárust í september en fyrri mánuði ársins. Engu að síður eru aukaverkanatilkynningar mun færri í hverjum mánuði að jafnaði á þessu ári en var árið 2019. Meðaltal ársins 2019 var 19 tilkynningar á mánuði, meðaltal fyrstu níu mánaða þessa árs er 9 tilkynningar á mánuði. Aukaverkanatilkynningar veita mikilvægar upplýsingar um öryggi lyfja þegar þau eru komin í almenna notkun. Því er rétt að hvetja almenning jafnt sem heilbrigðisstarfsmenn til að senda upplýsingar um slík tilvik til Lyfjastofnunar. 

Lesa meira

Vegna fréttaflutnings af nef- og munnúða sem fyrirbyggjandi vörn gegn COVID-19 - 15.10.2020

Að gefnu tilefni vill Lyfjastofnun árétta að talsverður munur er á þeim reglum sem gilda um lyf og lækningatæki. Fjölmiðlar hafa flutt af því fréttir undanfarna daga að íslenskt fyrirtæki sé með vöru á leiðinni á markað sem samkvæmt sömu fréttum er sögð gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Umrædd vara flokkast sem lækningatæki, ekki lyf.

Lesa meira

Nýtt frá CVMP - október 2020 - 12.10.2020

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir dýr (CVMP) hélt fjarfund dagana 6.-8. október sl.

Lesa meira

Áfangamat á öðru bóluefninu við COVID-19 hafið hjá EMA - 7.10.2020

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hefur hafið áfangamat (e. rolling review) á öðru bóluefninu við COVID-19 sem nú er kallað BNT162b2. Umrætt bóluefni hefur verið þróað af fyrirtækinu BioNTech í samstarfi við Pfizer.

Lesa meira

Veklury (remdesivír) – PRAC metur tilkynningar um bráða nýrnabilun - 6.10.2020

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) hefur hafið mat á öryggi lyfsins Veklury (remdesivír), vegna tilkynninga um bráða nýrnabilun hjá sjúklingum með COVID-19 sem fengið hafa lyfið. Ekki er enn ljóst hvort orsakasamhengi er milli notkunar lyfsins og þeirra tilvika nýrnabilunar sem tilkynnt hafa verið. Ráðleggingar um notkun lyfsins eru því óbreyttar.

Lesa meira

Áfangamat á bóluefni við COVID-19 hafið í Evrópu - 1.10.2020

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hefur hafið „áfangamat“ (e. rolling review) á bóluefni við COVID-19. Umrætt bóluefni hefur verið þróað af lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla.

Lesa meira

Auglýsing til markaðsleyfishafa og umboðsmanna þeirra - Tilraunaverkefni um rafræna fylgiseðla - 1.10.2020

Lyfjastofnun auglýsir eftir þátttöku markaðsleyfishafa í tilraunaverkefni heilbrigðisráðuneytisins um innleiðingu rafrænna fylgiseðla fyrir H-merkt lyf.

Lesa meira