Fréttir


Fréttir: júní 2020

Ný lyf á markað - 30.6.2020

Samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. júní

Lesa meira

Afgreiðslutími Lyfjastofnunar í sumar - 30.6.2020

Dagana 20. júlí til 31. júlí 2020 verður opið hjá Lyfjastofnun á venjulegum afgreiðslutíma en lágmarksþjónusta verður veitt þessa daga vegna sumarleyfa starfsfólks.

Lesa meira

Nýr forstjóri Lyfjastofnunar Evrópu tilnefndur - 29.6.2020

Framkvæmdastjórn Lyfjastofnunar Evrópu hefur tilnefnt Emer Cooke sem nýjan forstjóra stofnunarinnar. 

Lesa meira

Nýtt frá CVMP – júní 2020 - 29.6.2020

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir dýr (CVMP) kom saman til fundar 16.-18. júní sl.

Lesa meira

Breyttur tími símsvörunar hjá Lyfjastofnun - 26.6.2020

Ákveðið hefur verið að frá og með næstu mánaðamótum verði svarað í síma þjónustuvers Lyfjastofnunar frá kl. 9-12 og 13–15:30. Breytingin tekur gildi þann 1. júlí næstkomandi.

Lesa meira

COVID-19: Mælt með skilyrtu markaðsleyfi fyrir lyfið Veklury (remdesivir) - 25.6.2020

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) mælir með að lyfið Veklury (remdesivir) hljóti skilyrt markaðsleyfi. Mælir nefndin með því að lyfið verði samþykkt til meðferðar COVID-19 hjá einstaklingum 12 ára og eldri sem jafnframt eru með lungnabólgu og þarfnast súrefnisgjafar. 

Lesa meira

Breytt vinnulag við afgreiðslu verkdeilingar (work sharing - WS) umsókna í miðlægu ferli - 25.6.2020

Lyfjastofnun breytir verklagi við afgreiðslu breytinga á forsendum landsmarkaðsleyfa í þeim tilvikum þar sem EMA gegnir hlutverki matsyfirvalds í verkdeilingarferli. Breytt vinnulag tekur gildi 1. júlí nk. 

Lesa meira

Nýtt frá PRAC – júní 2020 - 25.6.2020

Sérfræðinefnd EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) hélt fjarfund dagana 8.-11. júní sl. Framhaldið var vinnu við fyrri rannsóknir, m.a. um Esmya.

Lesa meira

Nýtt frá CHMP – maí 2020 - 25.6.2020

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fjarfund dagana 25.-28. maí sl. Mælt var með að átta lyf fengju markaðsleyfi, þar á meðal nýtt bóluefni gegn ebólu.

Lesa meira

COVID-19: Ekki ástæða til að hætta notkun blóðþrýstingslyfja af flokkum ACE og ARB - 12.6.2020

Nýlegar áhorfsrannsóknir á ACE-hemlum og angíótensín II-viðtakahemlum hafa hvorki sýnt fram á að lyfin auki líkur á að sýkjast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19, né að heilsa sjúklinga með COVID-19 sé versni séu lyfin notuð.

Lesa meira

Tilkynntum aukaverkunum fjölgaði nokkuð milli mánaða - 12.6.2020

Tilkynningar um aukaverkanir lyfja voru sjö talsins í maí, þar af ein alvarleg. Tilkynningum fjölgaði því nokkuð milli mánaða, en í apríl bárust einungis þrjár aukaverkanatilkynningar.  

Lesa meira

Kröfu um skriflegt umboð vegna afhendingar lyfja frestað til hausts - 9.6.2020

Breyttri tilhögun við afhendingu lyfja í apóteki er frestað enn um sinn. Þar er átt við ákvæði um að lyf skuli ekki afhent öðrum en eiganda lyfjaávísunar nema gegn skriflegu umboði. Embætti landlæknis vinnur nú að rafrænni lausn sem reiknað er með að verði tilbúin snemma hausts. Kröfu um skriflegt umboð er frestað þangað til. Apótekum ber áfram að tryggja örugga afhendingu lyfja til sjúklinga eða umboðsmanna þeirra lögum samkvæmt.   

Lesa meira

Plaquenil - Takmarkanir við ávísun og afhendingu afnumdar - 3.6.2020

Takmarkanir við ávísun og afhendingu Plaquenils hafa verið afnumdar. Z-merking lyfsins hefur verið afnumin og ávísun þess því ekki lengur bundin við sérfræðinga í gigtar-, húð-, ónæmis- og smitsjúkdómalækningum, en heimil öllum læknum eins og áður var. Þá hafa takmarkanir á afhendingu sem samsvarar 30 daga skammti sjúklings einnig verið afnumdar. 

Lesa meira