Fréttir


Fréttir: ágúst 2019

Hvatt til aukinnar varúðar við notkun metótrexats - 23.8.2019

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur sent frá sér tilmæli sem lúta að sérstökum varúðarráðstöfunum við notkun lyfja með virka efninu metótrexat. Þetta er gert til að koma í veg fyrir ofskömmtun sem getur haft alvarlegar, jafnvel banvænar afleiðingar. Fjallað hefur verið um málið í tveimur sérfræðinefndum stofnunarinnar og verða tilmælin nú send Framkvæmdastjórn ESB til fullgildingar. 

Lesa meira

Lyf af markaði í júní, júlí og ágúst - 22.8.2019

Í sumar hafa eftirfarandi lyf verið felld úr lyfjaskrám að ósk markaðsleyfishafa:

Lesa meira

Heilsuvera veitir marghliða upplýsingar um heilsufar - 21.8.2019

Á vefnum Heilsuveru er hægt að nálgast persónulegar upplýsingar um ýmsa þætti heilsufarssögu, m.a. um lyfjanotkun og bólusetningar.

Lesa meira

Ráðherra kynnir nýja heilbrigðisstefnu - 13.8.2019

Heilbrigðisstefna - stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 3. júní síðastliðinn. Stefnan verður kynnt á opnum fundum í öllum heilbrigðisumdæmum og hafa tveir slíkir fundir þegar verið haldnir, annar á Norðurlandi og hinn á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins. 

Lesa meira

Ný reglugerð um heimildir tannlækna til að ávísa lyfjum gefin út - 12.8.2019

Lyfjastofnun vekur athygli á að ný reglugerð sem fjallar um heimildir tannlækna til að ávísa lyfjum hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Lesa meira

Ábyrgð lækna vegna umsókna um undanþágulyf - 8.8.2019

Læknir sem ávísar lyfi sem ekki hefur markaðsleyfi á Íslandi, tekur skv. núgildandi lyfjalögum nr. 93/1994 á sig sérstaka ábyrgð gagnvart sjúklingi. Sérstök athygli er vakin á því að læknir sem ávísar lyfi sem útvegað er vegna tímabundins skorts á markaðssettu lyfi tekur einungis á sig ábyrgð gagnvart sjúklingi hvað varðar upplýsingagjöf um notkun lyfsins, t.d. milliverkanir og aukaverkanir.

Lesa meira

Tímabundin undanþága fyrir Flixotide 500 míkróg/skammt. - 8.8.2019

Heimild veitt til sölu á Flixotide með breyttu heiti og breyttu norrænu vörunúmeri þar til upplýsingar birtast í lyfjaskrám 1. september nk.

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. ágúst 2019 - 8.8.2019

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. ágúst 2019.

Lesa meira

Til markaðsleyfishafa: Undirbúningur fyrir Brexit - 7.8.2019

Allir prófunarstaðir framleiðslulota sem verið hafa í Bretlandi eiga að flytjast til einhvers af EES löndunum fyrir 1. janúar 2020.

Lesa meira