Fréttir


Fréttir: desember 2018

Samskipti við sjúklingasamtök og stuðningsfélög sjúkra - 27.12.2018

Lyfjastofnun sendi fyrr í þessum mánuði bréf til sjúklingasamtaka og stuðningsfélaga sjúkra. Hugmyndin er að efla samskipti stofnunarinnar við slík samtök í því skyni að miðla upplýsingum og efna til samtals.

Lesa meira

Allergan stöðvar sölu og innkallar óselda brjóstapúða - 21.12.2018

Framleiðandinn Allergan hefur stöðvað sölu og innkallað óselda brjóstapúða með hrjúfu yfirborði í Evrópu. Ekki hefur verið sýnt fram á aukna áhættu vegna þessara brjóstapúða né er talin ástæða fyrir einstaklinga með slíka púða að láta fjarlægja þá.

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. desember 2018 - 21.12.2018

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1.desember 2018.

Lesa meira

Takmörkun á notkun sýklalyfja með kínólónum og flúórókínólónum - 20.12.2018

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur að nýju skoðað alvarlegar, langvarandi aukaverkanir vegna notkunar sýklalyfja með kínólónum og flúórokínólónum sem ætluð eru til inntöku, innöndunar og lyfjagjafar í æð. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) styður ákvörðun Sérfræðinefndar EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC), um að takmarka notkun á kínólónum og flúórókínólónum.

Lesa meira

Gleðilega hátíð ! - 20.12.2018

Starfsfólk Lyfjastofnunar óskar gleðilegrar hátíðar og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Almennur afgreiðslutími stofnunarinnar helst óbreyttur virka daga í kringum jól og áramót.

Lesa meira

Fundir með hagsmunaaðilum vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (Brexit) - 19.12.2018

Lyfjastofnun boðar til funda dagana 17. og 18. janúar nk. með hagsmunaaðilum. Fundirnir varða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (Brexit) og hugsanleg áhrif þess á hagsmunaaðila Lyfjastofnunar. 

Lesa meira

Breyting á ákvörðun varðandi S-merkingar lyfja 1. janúar 2019 - 18.12.2018

Með S-merkingu verður frá 1. janúar 2019 átt við lyf sem notuð eru á heilbrigðisstofnunum eða læknastofum eða lyf sem með einhverjum hætti krefjast sérfræðiþekkingar og þarfnast aðkomu heilbrigðisstarfsfólks hvort heldur vegna gjafar eða eftirlits með sjúklingi eða lyfi.

Lesa meira

Nýtt frá CHMP - desember - 17.12.2018

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 10.-13.desember sl. Mælt var með að sjö lyf fengju markaðsleyfi, þar af tvö  sem ætluð eru til meðhöndlunar á sjaldgæfum sjúkdómum (e. orphan medicines).

Lesa meira

Opnunartími um hátíðarnar - 17.12.2018

Lokað verður hjá Lyfjastofnun 24. og 31. desember og á hátíðisdögum í kringum jól og áramót. Opið verður samkvæmt auglýstum afgreiðslutíma 27. og 28. desember, og síðan frá og með 2. janúar. 

Lesa meira

Eindregin tilmæli vegna ígræddra lækningatækja - 14.12.2018

Lyfjastofnun, Embætti landlæknis og Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér sameiginlegt bréf til fjölmargra aðila sem bæði selja lækningatæki og veita heilbrigðisþjónustu hér á landi. Erindið tengist nýlegum fréttum Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ, þar sem fullyrt var að fjöldi ígræddra lækningatækja uppfylli ekki þær öryggiskröfur sem gera verður til slíkra tækja, og að eftirliti með þeim sé ábótavant.

Lesa meira

Nýtt frá CVMP - desember - 13.12.2018

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir dýr (CVMP) fundaði dagana 4.-6. desember sl. 

Lesa meira

Öryggisbúnaður rafknúinna skoðunarbekkja - 12.12.2018

Lyfjastofnun hefur metið hvort rafknúnir skoðunarbekkir sem ekki  hafa innbyggðan öryggisbúnað, uppfylli núgildandi kröfur um öryggi lækningatækja, þar með talið að umbúnaður þeirra sé fullnægjandi svo öryggi notenda sé tryggt. Stofnunin hefur í framhaldi af því beint tilmælum til eigenda rafknúinna skoðunarbekkja. 

Lesa meira

Notkun geðlyfja á Íslandi - 11.12.2018

Íslendingar hafa um langt skeið notað mikið af geðlyfjum í samanburði við mörg önnur lönd.  Á árinu 2017 notuðu Íslendingar 280 skilgreinda dagskammta á hverja eitt þúsund íbúa á dag en Norðmenn 82 og Danir 130.

Lesa meira

Tímabundin undanþága fyrir Xylocain adrenalin - 10.12.2018

Til að koma í veg fyrir skort, hefur Lyfjastofnun, veitt heimild til sölu á Xylocain adrenalin í norsk/sænskum pakkningum með öðru norrænu vörunúmeri en fram kemur í lyfjaskrám. Um er að ræða eftirtalið:  Vnr 16 00 26 – Xylocain adrenalin – stungulyf, lausn – 10 mg/ml+5 míkróg/ml – 5 x 20 ml

Lesa meira

Nýtt frá PRAC - nóvember 2018 - 7.12.2018

Sérfræðinefnd EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) kom saman dagana 26.-29. nóvember sl. Á fundunum var áfram rætt um öryggi vegna lyfja sem áður hafa verið til umfjöllunar hjá nefndinni.

Lesa meira

Vandi vegna lyfjaskorts aukist síðustu ár - 6.12.2018

Í byrjun nóvember birtu Evrópusamtök sjúkrahúslyfjafræðinga, EAHP, niðurstöður könnunar þar sem spurt var um lyfjaskort. Sjúkrahúslyfjafræðingum víðs vegar að úr Evrópu var boðið að taka þátt í könnuninni. Niðurstöður könnunarinnar sýna að vandi vegna lyfjaskorts á sjúkrahúsum hefur aukist talsvert.

Lesa meira

Birting upplýsinga í lyfjaskrám - uppfært eyðublað - 5.12.2018

Eyðublað sem nota á til að óska eftir birtingu upplýsinga í sérlyfjaskrá og lyfjaverðskrá, hefur verið uppfært. Bætt hefur verið við dálki fyrir GTIN- öryggiskóða (Global Trade Item Number).

Lesa meira

Breyting á textayfirlestri miðlægt skráðra lyfja - 4.12.2018

Yfirlestri á textabreytingum fyrir lyf sem ekki eru á markaði á Íslandi, er frestað þar til þau eru markaðssett. Allir nýir textar eru lesnir eftir sem áður.

Lesa meira

Breytingar á skipuriti Lyfjastofnunar - 3.12.2018

Frá og með 1. janúar 2019 verður breyting á skipuriti Lyfjastofnunar. Jóhann M. Lenharðsson tekur þá við nýrri stöðu aðstoðarmanns forstjóra, og Eva Björk Valdimarsdóttir við starfi sviðsstjóra skráningarsviðs. Inga Rósa Guðmundsdóttir hefur þegar tekið við starfi breytingastjóra. 

Lesa meira