Fréttir


Fréttir: júní 2018

Til áréttingar vegna nýrrar reglugerðar um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja - 29.6.2018

Upplýsingar til lækna og apóteka. Þann 1. júlí nk. gengur í gildi reglugerð nr. 1266/2017 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja með síðari breytingum. Hér eru nokkur atriði sem vert er að vekja athygli á.

Lesa meira

Breyting S-merkinga 1. janúar 2019 - 28.6.2018

Lyfjastofnun hefur ákveðið að ýmis lyf sem sérstaklega hafa verið merkt sjúkrahúsum með svokallaðri  S-merkingu verði ekki merkt þannig lengur, enda einnig notuð utan sjúkrahúsa. S-merking mun þar með aðeins ná til lyfja sem notuð eru á heilbrigðisstofnunum, þar sem fyrir hendi er nauðsynleg þekking, aðstaða og búnaður sem er forsenda notkunar lyfjanna. Breytingin tekur gildi 1. janúar 2019.

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Cetrotide (cetrórelix asetat) - 27.6.2018

Bréfið fjallar um hættu á að draga stimpilstöngina út úr nýjum sprautum þegar lyfið er dregið upp, sem getur valdið því að lyfið sé ekki lengur sæft.

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Prezista, Rezolsta▼ og Symtuza▼ (darunavir og cobicistat) - 26.6.2018

Bréfið varðar aukna hættu á meðferðarbresti og aukna hættu á HIV smiti frá móður til barns vegna lítillar útsetningar fyrir darunaviri og cobicistati á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu.

Lesa meira

Afgreiðsla eftirritunarskyldra lyfja takmarkast við 30 daga frá og með 1. júlí nk. - 22.6.2018

Lækni er heimilt að ávísa allt að 12 mánaða skammti með einni lyfjaávísun, en apóteki er ekki heimilt að afgreiða og afhenda viðskiptavini nema 30 daga skammt hverju sinni.

Lesa meira

Fyrsta myndbandsfræðsluefnið birt í sérlyfjaskrá - 20.6.2018

Fyrsta fræðsluefnið í formi hljóðskrár og myndskrár birt í sérlyfjaskrá.

Lesa meira

Nýtt frá PRAC – júní 2018 - 20.6.2018

Sérfræðinefnd EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) kom saman dagana 11.-14. júní. Á fundunum var áfram rætt um öryggi vegna lyfja sem áður hafa verið til umfjöllunar hjá nefndinni. Þetta eru lyfin metótrexat, Xofigo notað samhliða Zytiga og prednisone/prednisolon, og sýklalyf í flokkum kínólóna og flúorókínólóna.

Lesa meira

Til apóteka: Upplýsingar um breytingar á reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja - 20.6.2018

Lyfjastofnun hefur gefið út einblöðung með upplýsingum um helstu breytingar á reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja sem tekur gildi 1. júlí 2018. 

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. júní 2018 - 15.6.2018

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. júní 2018

Lesa meira

Nýjar persónuverndarreglur taka gildi - 14.6.2018

Nýjar persónuverndarreglur tóku gildi í Evrópu þann 25. maí 2018 og ný lög um persónuvernd voru samþykkt á Alþingi 14. júní sl. Taka þau gildi þann 15. júlí næstkomandi. Lyfjastofnun mun birta nýja persónuverndarstefnu innan tíðar. 

Lesa meira

Nýjar og breyttar reglugerðir á sviði lyfjamála - 13.6.2018

Alþingi afgreiddi nýverið frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem lög um breytingar á lyfjalögum. Að auki hefur heilbrigðisráðherra nýlega undirritað og birt sjö reglugerðir sem fela í sér talsverðar breytingar á sviði lyfjamála, til samræmis við löggjöf Evrópusambandsins. Þar á meðal er ný reglugerð um póst- og netverslun lyfja. 

Lesa meira

Esmya: CHMP tekur undir varnaðarorð PRAC - 12.6.2018

Lyfið Esmya hefur frá því snemma árs verið til skoðunar hjá PRAC, sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja. Nú hefur sérfræðinganefnd EMA um lyf fyrir menn (CHMP) tekið undir varnaðarorð PRAC, að ítrustu varkárni skuli gætt og grannt verði fylgst með lifrarstarfsemi þeirra sem nota lyfið.

Lesa meira

Heimild veitt fyrir sölu Typhim Vi í sænsk-finnskum pakkningum - 11.6.2018

Til að koma í veg fyrir skort hefur Lyfjastofnun veitt heimild til sölu 2000 pakkninga ofangreinds lyfs í sænsk-finnskum pakkningum.

Lesa meira

Yasminelle af markaði 1. júlí 2018 - 4.6.2018

Þann 1. júlí næstkomandi verður lyfið Yasminelle fellt úr lyfjaskrám að ósk markaðsleyfishafa lyfsins. Þeim konum sem notað hafa lyfið er bent á að hafa samband við lækni til að fá ávísað öðru lyfi.

Lesa meira

Nýtt frá CHMP - maí - 4.6.2018

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 28.-31. maí síðastliðinn. 

Lesa meira