Fréttir


Fréttir: apríl 2018

Afnám Z-merkinga á varanlega S-merktum lyfjum frá og með 1. maí 2018 - 30.4.2018

Lyfjastofnun hefur afnumið Z-merkingar þeirra S-merktu lyfja sem að óbreyttu verða áfram S-merkt sbr. frétt á vef Lyfjastofnunar 12. apríl sl. Frá og með 1. maí verður Z-merkingu varanlega S-merktra lyfja hætt.

Lesa meira

Nýjar upplýsingar á vef Lyfjastofnunar - 26.4.2018

Vakin er athygli á að birtar hafa verið nýjar upplýsingar á vef Lyfjastofnunar.  Leiðarvísir um lyfjaauglýsingar annars vegar, og leiðbeiningar til starfsmanna heilbrigðisstofnana um öflun, geymslu og meðferð lyfja hins vegar. Vísað er í lög og reglugerðir sem liggja til grundvallar.

Lesa meira

Bólusetning – réttur einstaklings og samfélagsleg ábyrgð - 25.4.2018

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) stendur fyrir átaki þessa vikuna til að vekja athygli á mikilvægi bólusetninga og því hve stóran þátt þær eiga í að vernda heilsu almennings. Áhersla er lögð á að hver einstaklingur eigi rétt á þeirri vörn sem bólusetningar veita gegn smitsjúkdómum.

Lesa meira

Skortur á bóluefni við lifrarbólgu A og B - 24.4.2018

Skortur er á bóluefnunum Havrix og Twinrix sem gefin eru til varnar lifrarbólgu A annars vegar, og lifrarbólgu A og B hins vegar.  Ástæðan er framleiðsluvandi og því er um skort á heimsvísu að ræða. 

Lesa meira

Fæðubótarefni innkallað. Neysla þess talin hafa valdið gulu - 23.4.2018

Fæðubótarefnið NOW Ashwagandha hefur verið innkallað. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Það inniheldur efnið Ashwagandha sem er B flokkað og getur því fallið undir lyfjalög.

Lesa meira

Nýtt frá PRAC – apríl 2018 - 18.4.2018

Sérfræðinefnd EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) fundaði dagana 9.-12. apríl sl. Ályktað var um metótrexat og hýdroxyetýlsterkju. 

Lesa meira

Endurmeta hættu á mistökum við skömmtun metótrexats - 17.4.2018

Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur að beiðni spænsku lyfjastofnunarinnar hafið rannsókn á tilvikum þar sem mistök hafa orðið við skömmtun metótrexats (methotrexate). Lyfið er notað við ýmsum krabbameinum sem og sumum gigtarsjúkdómum

Lesa meira

Reglugerðarbreyting um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja í samráðsferli - 16.4.2018

Eins og kunnugt er átti ný reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja að ganga í gildi 3. apríl en gildistökunni var síðan frestað til 1. júlí, m.a. vegna tæknilegra úrlausnarefna. Nú hafa verið lögð fram drög að frekari breytingum á ákvæðunum reglugerðarinnar og munu þau liggja frammi í Samráðsgátt stjórnvalda til og með 25. apríl næstkomandi. 

Lesa meira

Afnám Z-merkinga á varanlega S-merktum lyfjum - 12.4.2018

Lyfjastofnun fyrirhugar að afnema Z-merkingar þeirra S-merktu lyfja sem að óbreyttu verða áfram S-merkt og þá um leið að hætta Z-merkingu slíkra lyfja. Hafi markaðsleyfishafi athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd Lyfjastofnunar skulu þær berast fyrir 16 apríl nk. á netfangið [email protected] með vísan til V-númers sem fram kemur í bréfi Lyfjastofnunar.

Lesa meira

Arabine stungulyf af markaði 1. apríl - 9.4.2018

1. apríl síðastliðinn var Arabine stungulyf fellt úr lyfjaskrám að ósk markaðsleyfishafa.

Lesa meira

Fulltrúar frá lyfjafræðideild Háskólans í heimsókn - 9.4.2018

Fulltrúar lyfjafræðideildar HÍ heimsóttu Lyfjastofnun í síðustu viku. Tilefni fundarins var greining á mögulegum samstarfsflötum. Meðal annars kom fram hugmynd um að Lyfjastofnun komi í auknum mæli að kennslu við deildina.

Lesa meira

Laus störf hjá Lyfjastofnun - 6.4.2018

Tvö laus störf á skráningarsviði, eitt laust starf á eftirlitssviði og eitt laust starf hjá stoðþjónustu.

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. apríl 2018 - 6.4.2018

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1.apríl 2018.

Lesa meira

Naloxon – mótefni gegn of stórum skammti ópíóíðlyfja - 4.4.2018

Naloxon er til í tvenns konar lyfjaformi, sem stungulyf og nefúðalyf. Stungulyfið, eða sambærileg lyf undir öðru heiti,  hafa verið á markaði á Íslandi frá því á níunda áratugnum. Naloxon sem nefúði er tiltölulega nýlegt form lyfsins, kom fyrst á markað í Bandaríkjunum og Kanada árið 2015, og hefur sem slíkt ekki verið markaðssett fram að þessu á Íslandi frekar en annars staðar í Evrópu. Það er hins vegar væntanlegt innan skamms og verður fyrst um sinn afgreitt á undanþágu hingað til lands frá Danmörku, að líkindum síðari hluta aprílmánaðar.

Lesa meira