Fréttir


Fréttir: nóvember 2017

Starfsemi Hraunbergsapóteks hætt - 30.11.2017

Starfsemi Hraunbergsapóteks hættir frá og með 1. desember nk.

Lesa meira

Lyfjastofnun hefur birtingu öryggis- og fræðsluefnis á sérlyfjaskrá - 27.11.2017

Lyfjastofnun hefur nú hafið birtingu á öryggis og fræðsluefni lyfja á vefnum www.serlyfjaskra. Markmiðið með því að hafa efnið aðgengilegt þar er til að auka þægindi og öryggi fyrir notendur fræðsluefnisins sem og draga úr notkun á pappír út frá umhverfissjónarmiði.

Lesa meira

Nýtt lyfjagátarkerfi tekið í notkun - 24.11.2017

Lyfjastofnun Evrópu tók í vikunni í notkun nýja og endurbætta útgáfu af EudraVigilance sem er sameiginlegur gagnagrunnur lyfjastofnana á evrópska efnahagssvæðinu um aukaverkanir lyfja.

Lesa meira

Lyfjastofnun Evrópu til Amsterdam - 21.11.2017

Nú er ljóst að EMA, Lyfjastofnun Evrópu, flyst til Amsterdam áður en kemur að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í mars 2019. Niðurstöðunnar hafði verið beðið með eftirvæntingu en nítján borgir sóttust eftir að fá stofnunina til sín; þrjár drógu umsókn sína til baka undir lokin.

Lesa meira

Evrópskt átak til að fjölga tilkynntum aukaverkunum - 20.11.2017

Lyfjastofnun setur í dag af stað átak á samfélagsmiðlum til þess að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsfólks um mikilvægi þess tilkynna aukaverkanir af völdum lyfja.

Lesa meira

Nýtt frá CVMP - nóvember - 16.11.2017

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir dýr (CVMP) fundaði dagana 7.-9. nóvember. 

Lesa meira

Nýtt frá CHMP - nóvember - 16.11.2017

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 6.-9. nóvember. 

Lesa meira

Átakið bar árangur - 15.11.2017

Lyfjastofnun efndi til átaksverkefnisins Lyfjaskil – taktu til!  dagana 2.–10. mars 2017. Markmiðið var að draga úr því magni lyfja sem hent er í klósett, vask eða almennt sorp, og hvetja til þess að að ónotuðum lyfjum sé skilað til eyðingar í apótek. Enn fremur að auka öryggi í því sem snýr að geymslu lyfja á íslenskum heimilum. 

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsfólks (DHPC) – Gilenya og hætta á alvarlegum hjartsláttartruflunum. - 14.11.2017

Upplýsingar lyfsins verða uppfærðar með nýjum frábendingum og varúðarreglum til að minnka hættuna á slíkum aukaverkunum.

Lesa meira

Notkun þunglyndislyfja á Íslandi - 14.11.2017

Notkun þunglyndislyfja hefur aukist á síðustu tíu árum. Íslendingar skera sig verulega frá norrænu þjóðunum í samanburði notkunar hjá einstaklingum undir 15 ára aldri. Ekkert sérstakt gefur til kynna að þunglyndi sé algengara hér á landi en annars staðar. Skýring á mikilli notkun þunglyndislyfja hér gæti verið fólgin í færri meðferðarúrræðum en þekkist í öðrum löndum.

Lesa meira

Undanþága fyrir Clozapin Medical - 14.11.2017

Veitt hefur verið heimild til sölu Clozapin Medical 25 mg tafla, 500 stk með vörunúmer 53 78 42 til að koma í veg fyrir skort. Lesa meira

Nýjum evrópskum lögum ætlað að koma í veg fyrir að fölsuð lyf berist til neytenda - 10.11.2017

Athygli markaðs-, heildsölu-, lyfsöluleyfishafa og lyfjaframleiðenda er vakin á reglugerð Evrópusambandsins um öryggisþætti lyfja (e. Safety Features). Reglugerðin tekur gildi 9. febrúar 2019 og er ætlað að tryggja rekjanleika lyfjapakkninga á Evrópska efnahagssvæðinu þannig að fölsuð lyf berist ekki inn í aðfangakeðju og að lokum til neytenda. Íslensk þýðing reglugerðarinnar liggur ekki enn fyrir.

Lesa meira

Undanþága fyrir Fentanyl Actavis - 7.11.2017

Lyfjastofnun hefur veitt heimild til sölu ofangreinds lyfs til apóteka í sænskum pakkningum með öðrum norrænum vörunúmerum en koma fram í lyfjaskrám.

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. nóvember 2017 - 7.11.2017

Fimm ný lyf komu á markað 1. nóvember 2017

Lesa meira

Heimild heildsala til að selja tiltekin óskráð lyf án undanþágunúmers framlengd - 7.11.2017

Heimild heildsala til að selja þrjú vörunúmer án þess að fyrir liggi samþykkt undanþágunúmer hefur verið framlengd til 1. desember 2018. Lesa meira

Nýtt apótek – ÍslandsApótek - 6.11.2017

Nýtt apótek opnar að Laugavegi 46, 101 Reykjavík

Lesa meira

Altargo af markaði - 3.11.2017

Altargo smyrsli 1% verður fellt úr lyfjaskrám 1. desember nk. að ósk markaðsleyfishafa.

Lesa meira

Áætlun EMA vegna Brexit - 2.11.2017

Nýverið sendi Lyfjastofnun Evrópu (EMA) frá sér áætlun um starfsemina í aðdraganda og kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Stofnunin hefur frá upphafi verið í Lundúnum og flutningur því famundan.

Lesa meira

Nýtt frá PRAC – október 2017 - 1.11.2017

Sérfræðinefnd lyfjastofnunar Evrópu, EMA, um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja, PRAC, fundaði dagana 23.-26. október síðastliðinn. Þrennt var til umræðu á fundinum, MS-lyfið Zinbryta, hydroxyetýl-sterkja, og flupirtín-lyf. 

Lesa meira