Fréttir


Fréttir: október 2017

Ólögleg sala verkjalyfja – lögregla telur lyfjalöggjöf takmarka möguleika til aðgerða - 30.10.2017

Í nýútkominni skýrslu lögreglunnar er sérstaklega rætt um sterk verkjalyf og stera, og sagt að borið hafi á miklu framboði slíkra lyfja. Salan fari einkum fram í lokuðum hópum á Facebook. Lyfjastofnun hefur boðað að takmarka það magn sem ávísa má af ávana- og fíknilyfjum þannig að ávísun þeirra takmarkist við tilgreint hámarksmagn hvers lyfs. Með því telur Lyfjastofnun að draga megi úr heildarmagni lyfjanna sem er í umferð hverju sinni og þannig sé a.m.k. hægt að draga úr áðurnefndri misnotkun. Hjá Lyfjastofnun er nú í undirbúningi nánari útfærsla á þessum aðgerðum að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem fram hafa komið.

 

Lesa meira

Notkun sýklalyfja handa dýrum - 27.10.2017

Sjöunda ársskýrsla ESVAC um sölu sýklalyfja handa dýrum árið 2015 hefur verið birt. Sala sýklalyfja hér á landi handa dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis minnkaði lítillega milli áranna 2014 og 2015.

Lesa meira

EudraVigilance óaðgengilegur 8.-21. nóvember - 26.10.2017

EudraVigilance gagnagrunnurinn mun liggja niðri á tímabilinu 8. til 21. nóvember 2017 og ekki verður hægt að skrá inn aukaverkanatilkynningar í hann á því tímabili. Nýtt EudraVigilance kerfi verður tekið í gagnið 22. nóvember. Lyfjastofnun mun taka á móti aukaverkanatilkynningum allan tímann sem EudraVigilance liggur niðri.

Lesa meira

Samstarfi við Landspítala ætlað að fjölga tilkynntum aukaverkunum lyfja - 25.10.2017

Lyfjastofnun og Landspítalinn hafa hafið samstarf til að vekja athygli á mikilvægi þess að tilkynna aukaverkanir lyfja. Markmið samstarfsins er að fá betri yfirsýn yfir fjölda og alvarleika aukaverkana á Íslandi í því skyni að auka öryggi lyfja. Samstarfið miðar að því að fjölga aukaverkanatilkynningum lyfja sem eru merkt svörtum þríhyrningi en einnig alvarlegum aukaverkunum. Til alvarlegra aukaverkana teljast þær sem leiða til sjúkrahúsinnlagnar eða lengingar á sjúkrahúsvist, fötlunar eða fæðingargalla, lífshættulegs ástands, eða dauða. 

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. október 2017 - 25.10.2017

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. október 2017

Lesa meira

Norræn samvinna um lyfjamál - 23.10.2017

Efnt hefur verið til samstarfs fjögurra norrænna þjóða um lyfjamál. Þau lönd sem nú þegar taka þátt í starfinu eru Danmörk, Ísland, Noregur og Svíþjóð. Ætlunin er að kanna meðal annars möguleika á sameiginlegu útboði við lyfjainnkaup í því skyni að lækka innkaupsverð lyfja.

Lesa meira

Methergin af markaði - 23.10.2017

Methergin töflur verða felldar úr lyfjaskrám 1. nóvember nk. að ósk markaðsleyfishafa.

Lesa meira

Xenical af markaði - 23.10.2017

Xenical 120 mg hart hylki fer af markaði 1. nóvember nk. Lesa meira

Nýtt frá CHMP - október - 23.10.2017

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 9.-12. október. 

Lesa meira

Lomudal af markaði - 20.10.2017

Lomudal augndropar fara af markaði 1. nóvember nk. að ósk markaðsleyfishafa.

Lesa meira

Ákvörðun um að takmarka ávísun nokkurra eftirritunarskyldra lyfja frestað til 1. janúar 2018 - 20.10.2017

Lyfjastofnun hefur yfirfarið þær umsagnir sem borist hafa vegna fyrirhugaðra aðgerða til að takmarka heimild til ávísunnar nokkurra eftirritunarskyldra lyfja. Í næstu viku verður fundað með fagaðilum og farið enn frekar yfir þær ábendingar og athugasemdir sem hafa borist. Ákvörðuninni um að takmarka ávísun nokkurra eftirritunarskyldra lyfja með tilgreint hámarksmagn hvers lyfs er frestað til 1. janúar 2018. Lyfjastofnun mun leitast við að vinna að farsælli útfærslu í samráði við við fagaðila.

Lesa meira

Meistaranemar heimsækja Lyfjastofnun - 20.10.2017

Á hverju ári fær Lyfjastofnun heimsókn frá lyfjafræðinemum þar sem starfsemi stofnunarinnar er kynnt. Lyfjafræðingar eru stærstur hópur starfsmanna á Lyfjastofnun.

Lesa meira

Lyfja Sauðárkróki flytur - 19.10.2017

Lyfja Sauðárkróki flytur að Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki

Lesa meira

Hjálparefni á umbúðum og fylgiseðlum lyfja - uppfærsla - 11.10.2017

Viðauki við leiðbeiningar vegna upplýsinga um hjálparefni á umbúðum og í fylgiseðli hefur verið uppfærður.

Lesa meira

Lyf og heilsa Hringbraut flytur og fær nýtt nafn - 10.10.2017

Lyf og heilsa Hringbraut flytur að Fiskislóð 1, 101 Reykjavík og heitir nú Lyf og heilsa Granda

Lesa meira

Lyfjastofnun Evrópu birtir umsagnir um borgirnar sem sækjast eftir að fá stofnunina til sín - 10.10.2017

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur birt mat og athugasemdir vegna umsókna um nýja staðsetningu stofnunarinnar. Nítján borgir hafa sóst eftir að fá stofnunina til sín í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, en  EMA hefur verið í Lundúnum frá upphafi, árinu 1995.

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsfólks (DHPC) - alvarlegar aukaverkanir epóetín-lyfja - 6.10.2017

Markaðsleyfishafar allra lyfja sem innihalda epóetín hafa í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent frá sér viðvörun um hættu á alvarlegum aukaverkunum lyfja sem innihalda epóetín. 

Lesa meira

Heimild til ávísunar eftirritunarskyldra lyfja takmarkist við tilgreint hámarksmagn hvers lyfs - 2.10.2017

Frestur til umsagna framlengdur og fyrirhugaðri gildistöku seinkað.

Lesa meira

Ávísun Strattera og samheitalyfja ekki lengur bundin við sérfræðinga - 2.10.2017

Í tengslum við endurskoðun á afgreiðslumerkingum lyfja hefur Lyfjastofnun fellt niður sk. Z-merkingu lyfsins Strattera og samheitalyfja þess.

Lesa meira