Fréttir


Fréttir: júní 2017

Samanburðarúttekt á Lyfjastofnun fer fram í næstu viku - 30.6.2017

Undirbúningur fyrir sk. samanburðarúttekt á Lyfjastofnun (BEMA) hefur staðið yfir síðastliðna mánuði en úttektin fer fram í næstu viku. Hingað koma eftirlitsmenn frá Frakklandi, Króatíu og Þýskalandi auk sérfræðings frá Spáni, sem er í þjálfun og munu þeir taka út Lyfjastofnun  dagana 4.-6. júlí. Úttektin mun ekki hafa áhrif á afgreiðslutíma Lyfjastofnunar.

Lesa meira

Nýr lyfsöluleyfishafi í Lyfjum og heilsu Firði - 30.6.2017

Mánudaginn 3. júlí tekur Anna Kristín Garðarsdóttir lyfjafræðingur við lyfsöluleyfi í Lyfjum og heilsu Firði.

Lesa meira

Palladon af markaði - 30.6.2017

Palladon (hydromorphonum klóríð) 16 mg hart forðahylki, 24 mg hart forðahylki, 4 mg hart forðahylki og 8 mg hart forðahylki verða felld úr lyfjaskrám 1. júlí næstkomandi að ósk markaðsleyfishafa.

Lesa meira

Imodium af markaði - 30.6.2017

Imodium (loperamidum klóríð) 0,2 mg/ml mixtúra, lausn verður felld úr lyfjaskrám 1. júlí næstkomandi að ósk markaðsleyfishafa.

Lesa meira

Starfsemi Apótekarans Gamla Apóteksins Melhaga hættir - 29.6.2017

Starfsemi Apótekarans Gamla Apóteksins Melhaga hættir frá og með 1. júlí nk.

Lesa meira

Nýtt frá CHMP - júní  - 27.6.2017

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 19.-22. júní.

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) - Cinryze (C1-hemill) - 27.6.2017

Upplýsingar um væntanlegan birgðaskort

Lesa meira

Breytingar á afgreiðslu leyfa vegna innflutnings og útflutnings ávana og fíkniefna - 21.6.2017

Vegna sumarleyfa hjá Lyfjastofnun verða breytingar á afgreiðslu leyfa vegna innflutnings og útflutnings ávana- og fíkniefna.

Lesa meira

Nýtt frá CVMP - júní - 19.6.2017

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir dýr (CVMP) fundaði dagana 13.-15. júní. Lesa meira

Hvað finnst þér um heimasíðuna okkar? - 19.6.2017

Næstu vikur verða notendur www.lyfjastofnun.is varir við notendakönnun á vefnum. Könnunin er liður í að bæta þjónustu við notendur.

Lesa meira

Til heilbrigðisstarfsfólks: Ný handbók um lífræn hliðstæðulyf (e. biosimilar medicines) - 16.6.2017

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa gefið út handbók um lífræn hliðstæðulyf (e. biosimilar medicines). Handbókin er ætluð heilbrigðisstarfsfólki.

Lesa meira

Gjaldskrá sett vegna eftirlits með lækningatækjum - 14.6.2017

Gjaldskrá vegna eftirlits með lækningatækjum tekur gildi 1. júlí næstkomandi. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1259/2013 vegna mats á umsóknum um klínískar prófanir á lækningatækjum. Gjaldskráin er sett með stoð í 12. gr. laga um lækningatæki nr. 16/2001.

Lesa meira

Til markaðsleyfishafa og umboðsmanna þeirra á Íslandi: Lyfjastofnun Evrópu endurbætir og uppfærir aukaverkanagagnagrunninn EudraVigilance - 14.6.2017

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hyggst endurbæta og uppfæra EudraVigilance, gagnagrunninn sem lyfjafyrirtæki og -yfirvöld nota fyrir söfnun og umsýslu aukaverkanatilkynninga. Tilkynningar aukaverkana frá heilbrigðisstarfsfólki og almenningi til Lyfjastofnunar taka engum breytingum við þessa uppfærslu á kerfinu. Mikilvægt er að markaðsleyfishafar og umboðsmenn kynni sér tæknilegt viðmót hins nýja gagnagrunns tímanlega. Nýr gagnagrunnur fer í loftið 22. nóvember 2017.

Lesa meira

Nýtt frá PRAC - júní - 13.6.2017

Sérfræðinefnd lyfjastofnunar Evrópu, EMA, um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja, PRAC, fundaði dagana 6.-9. júní

Lesa meira

Nýr lyfsöluleyfishafi í Apótekaranum Selfossi - 12.6.2017

12. júní tekur Hlynur Torfi Traustason lyfjafræðingur við lyfsöluleyfinu í lyfjabúðinni Apótekaranum Selfossi.

Lesa meira

Ný lyfjabúð - Apótekarinn Bíldshöfða - 7.6.2017

Ný lyfjabúð opnar að Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. júní 2017 - 6.6.2017

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. júní 2017 Lesa meira

Útgefin markaðsleyfi fyrir dýralyf í maí 2017 - 6.6.2017

Í maí var gefið út eitt nýtt markaðsleyfi fyrir dýralyf

Lesa meira

Útgefin markaðsleyfi í maí 2017 - 6.6.2017

Í maí voru gefin út 16 ný markaðsleyfi lyfja (form og styrkleikar) fyrir menn. Lesa meira