Fréttir


Fréttir: 2017

Gleðilega hátíð! - 22.12.2017

Starfsfólk Lyfjastofnunar óskar gleðilegrar hátíðar og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Almennur afgreiðslutími stofnunarinnar helst óbreyttur virka daga í kringum jól og áramót.

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Skuggaefni sem innihalda gadólíníum - 21.12.2017

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) lauk nýlega vandlegri athugun á gadólíníum skuggaefnum sem notuð eru við segulómskoðun. Þetta gerðist eftir rökstuddar vísbendingar um uppsöfnun lyfjanna í heila í kjölfar notkunar efnanna. Uppsöfnunin hefur verið staðfest í rannsóknum þar sem styrkur gadólíníum var mældur og fram kom aukinn styrkur gadólíníums í heila.

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) - Xofigo▼(radíum-223-díklóríð) - 21.12.2017

Aukin hætta á dauðsföllum og beinbrotum í slembiraðaðri klínískri rannsókn á notkun Xofigo ásamt abiraterón asetati og prednisóni/prednisóloni.

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) - Misodel (Mísóprostól) - 21.12.2017

Bréfið varðar mjög öran samdrátt í legi (tachysystole) sem svarar hugsanlega ekki legslakandi (tocolytic) meðferð.

Lesa meira

Undanþága fyrir Fentanyl ratiopharm - 21.12.2017

Til að koma í veg fyrir skort hefur Lyfjastofnun, að höfðu samráði við lyfjagreiðslunefnd, veitt heimild til sölu ofangreinds lyfs áður en til birtingar í lyfjaskrám kemur 1. janúar 2018.

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) - Zinbryta▼ (daklízúmab) - 20.12.2017

Bréfið varðar takmarkanir á notkun vegna hættu á svæsinni lifrarbilun. Lesa meira

Norgesic töflur - 20.12.2017

Norgesic töflur eru komnar aftur í 100 stk. pakkningum og hægt er að ávísa þeim á venjulegum lyfseðlum.

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. desember 2017 - 20.12.2017

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1.desember 2017

Lesa meira

Klófen-L af markaði - 19.12.2017

Klófen-L, 100 mg hart forðahylki, verður fellt úr lyfjaskrám 1. janúar nk. að ósk markaðsleyfishafa.

Lesa meira

Parasetamól með breyttan losunarhraða af markaði - 18.12.2017

Allar líkur eru á að parasetamól með breyttan losunarhraða verði tekið af markaði. Tvær sérfræðinefndir Lyfjastofnunar Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu að áhættan af notkun lyfja af þessum toga sé það mikil að ekki sé réttlætanlegt að hafa þau á markaði. 

Lesa meira

Nýtt frá CHMP - desember - 18.12.2017

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 11.-14. desember.

Lesa meira

Hugað að nýju fyrirkomulagi fylgiseðla - 12.12.2017

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sendi fyrr á árinu frá sér skýrslu um hvernig betrumbæta mætti upplýsingar sem fylgja lyfjum. Meginatriðið eru hugmyndir um að nýta betur rafræna möguleika til að koma upplýsingum á framfæri.  Því hefur Lyfjastofnun Evrópu óskað eftir að þeir sem málið er skylt, sendi upplýsingar um frumkvæði og hvers kyns tilraunir sem í gangi kunna að vera í þá átt að tölvuvæða fylgiseðla og aðrar lyfjaupplýsingar.

Lesa meira

Nýtt frá CVMP - desember - 11.12.2017

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir dýr (CVMP) fundaði dagana 5.-7. desember.

Lesa meira

Fyrri ákvörðun vegna parasetamóls staðfest - 6.12.2017

Í september síðastliðnum ráðlagði PRAC, sérfræðinefnd EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja, að parasetamól með breyttan losunarhraða yrði tekið af markaði. Óskað var eftir endurskoðun tilmælanna og að henni lokinni hefur fyrri ákvörðun verið staðfest. 

Lesa meira

Nýtt frá PRAC – nóvember 2017 - 5.12.2017

Sérfræðinefnd EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) fundaði 27.-30. nóvember.

Lesa meira

Rhinocort Aqua af markaði - 4.12.2017

Rhinocort Aqua nefúði verður felldur úr lyfjaskrám 1. janúar nk.

Lesa meira

Starfsemi Hraunbergsapóteks hætt - 30.11.2017

Starfsemi Hraunbergsapóteks hættir frá og með 1. desember nk.

Lesa meira

Lyfjastofnun hefur birtingu öryggis- og fræðsluefnis á sérlyfjaskrá - 27.11.2017

Lyfjastofnun hefur nú hafið birtingu á öryggis og fræðsluefni lyfja á vefnum www.serlyfjaskra. Markmiðið með því að hafa efnið aðgengilegt þar er til að auka þægindi og öryggi fyrir notendur fræðsluefnisins sem og draga úr notkun á pappír út frá umhverfissjónarmiði.

Lesa meira

Nýtt lyfjagátarkerfi tekið í notkun - 24.11.2017

Lyfjastofnun Evrópu tók í vikunni í notkun nýja og endurbætta útgáfu af EudraVigilance sem er sameiginlegur gagnagrunnur lyfjastofnana á evrópska efnahagssvæðinu um aukaverkanir lyfja.

Lesa meira

Lyfjastofnun Evrópu til Amsterdam - 21.11.2017

Nú er ljóst að EMA, Lyfjastofnun Evrópu, flyst til Amsterdam áður en kemur að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í mars 2019. Niðurstöðunnar hafði verið beðið með eftirvæntingu en nítján borgir sóttust eftir að fá stofnunina til sín; þrjár drógu umsókn sína til baka undir lokin.

Lesa meira

Evrópskt átak til að fjölga tilkynntum aukaverkunum - 20.11.2017

Lyfjastofnun setur í dag af stað átak á samfélagsmiðlum til þess að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsfólks um mikilvægi þess tilkynna aukaverkanir af völdum lyfja.

Lesa meira

Nýtt frá CVMP - nóvember - 16.11.2017

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir dýr (CVMP) fundaði dagana 7.-9. nóvember. 

Lesa meira

Nýtt frá CHMP - nóvember - 16.11.2017

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 6.-9. nóvember. 

Lesa meira

Átakið bar árangur - 15.11.2017

Lyfjastofnun efndi til átaksverkefnisins Lyfjaskil – taktu til!  dagana 2.–10. mars 2017. Markmiðið var að draga úr því magni lyfja sem hent er í klósett, vask eða almennt sorp, og hvetja til þess að að ónotuðum lyfjum sé skilað til eyðingar í apótek. Enn fremur að auka öryggi í því sem snýr að geymslu lyfja á íslenskum heimilum. 

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsfólks (DHPC) – Gilenya og hætta á alvarlegum hjartsláttartruflunum. - 14.11.2017

Upplýsingar lyfsins verða uppfærðar með nýjum frábendingum og varúðarreglum til að minnka hættuna á slíkum aukaverkunum.

Lesa meira

Notkun þunglyndislyfja á Íslandi - 14.11.2017

Notkun þunglyndislyfja hefur aukist á síðustu tíu árum. Íslendingar skera sig verulega frá norrænu þjóðunum í samanburði notkunar hjá einstaklingum undir 15 ára aldri. Ekkert sérstakt gefur til kynna að þunglyndi sé algengara hér á landi en annars staðar. Skýring á mikilli notkun þunglyndislyfja hér gæti verið fólgin í færri meðferðarúrræðum en þekkist í öðrum löndum.

Lesa meira

Undanþága fyrir Clozapin Medical - 14.11.2017

Veitt hefur verið heimild til sölu Clozapin Medical 25 mg tafla, 500 stk með vörunúmer 53 78 42 til að koma í veg fyrir skort. Lesa meira

Nýjum evrópskum lögum ætlað að koma í veg fyrir að fölsuð lyf berist til neytenda - 10.11.2017

Athygli markaðs-, heildsölu-, lyfsöluleyfishafa og lyfjaframleiðenda er vakin á reglugerð Evrópusambandsins um öryggisþætti lyfja (e. Safety Features). Reglugerðin tekur gildi 9. febrúar 2019 og er ætlað að tryggja rekjanleika lyfjapakkninga á Evrópska efnahagssvæðinu þannig að fölsuð lyf berist ekki inn í aðfangakeðju og að lokum til neytenda. Íslensk þýðing reglugerðarinnar liggur ekki enn fyrir.

Lesa meira

Undanþága fyrir Fentanyl Actavis - 7.11.2017

Lyfjastofnun hefur veitt heimild til sölu ofangreinds lyfs til apóteka í sænskum pakkningum með öðrum norrænum vörunúmerum en koma fram í lyfjaskrám.

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. nóvember 2017 - 7.11.2017

Fimm ný lyf komu á markað 1. nóvember 2017

Lesa meira

Heimild heildsala til að selja tiltekin óskráð lyf án undanþágunúmers framlengd - 7.11.2017

Heimild heildsala til að selja þrjú vörunúmer án þess að fyrir liggi samþykkt undanþágunúmer hefur verið framlengd til 1. desember 2018. Lesa meira

Nýtt apótek – ÍslandsApótek - 6.11.2017

Nýtt apótek opnar að Laugavegi 46, 101 Reykjavík

Lesa meira

Altargo af markaði - 3.11.2017

Altargo smyrsli 1% verður fellt úr lyfjaskrám 1. desember nk. að ósk markaðsleyfishafa.

Lesa meira

Áætlun EMA vegna Brexit - 2.11.2017

Nýverið sendi Lyfjastofnun Evrópu (EMA) frá sér áætlun um starfsemina í aðdraganda og kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Stofnunin hefur frá upphafi verið í Lundúnum og flutningur því famundan.

Lesa meira

Nýtt frá PRAC – október 2017 - 1.11.2017

Sérfræðinefnd lyfjastofnunar Evrópu, EMA, um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja, PRAC, fundaði dagana 23.-26. október síðastliðinn. Þrennt var til umræðu á fundinum, MS-lyfið Zinbryta, hydroxyetýl-sterkja, og flupirtín-lyf. 

Lesa meira

Ólögleg sala verkjalyfja – lögregla telur lyfjalöggjöf takmarka möguleika til aðgerða - 30.10.2017

Í nýútkominni skýrslu lögreglunnar er sérstaklega rætt um sterk verkjalyf og stera, og sagt að borið hafi á miklu framboði slíkra lyfja. Salan fari einkum fram í lokuðum hópum á Facebook. Lyfjastofnun hefur boðað að takmarka það magn sem ávísa má af ávana- og fíknilyfjum þannig að ávísun þeirra takmarkist við tilgreint hámarksmagn hvers lyfs. Með því telur Lyfjastofnun að draga megi úr heildarmagni lyfjanna sem er í umferð hverju sinni og þannig sé a.m.k. hægt að draga úr áðurnefndri misnotkun. Hjá Lyfjastofnun er nú í undirbúningi nánari útfærsla á þessum aðgerðum að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem fram hafa komið.

 

Lesa meira

Notkun sýklalyfja handa dýrum - 27.10.2017

Sjöunda ársskýrsla ESVAC um sölu sýklalyfja handa dýrum árið 2015 hefur verið birt. Sala sýklalyfja hér á landi handa dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis minnkaði lítillega milli áranna 2014 og 2015.

Lesa meira

EudraVigilance óaðgengilegur 8.-21. nóvember - 26.10.2017

EudraVigilance gagnagrunnurinn mun liggja niðri á tímabilinu 8. til 21. nóvember 2017 og ekki verður hægt að skrá inn aukaverkanatilkynningar í hann á því tímabili. Nýtt EudraVigilance kerfi verður tekið í gagnið 22. nóvember. Lyfjastofnun mun taka á móti aukaverkanatilkynningum allan tímann sem EudraVigilance liggur niðri.

Lesa meira

Samstarfi við Landspítala ætlað að fjölga tilkynntum aukaverkunum lyfja - 25.10.2017

Lyfjastofnun og Landspítalinn hafa hafið samstarf til að vekja athygli á mikilvægi þess að tilkynna aukaverkanir lyfja. Markmið samstarfsins er að fá betri yfirsýn yfir fjölda og alvarleika aukaverkana á Íslandi í því skyni að auka öryggi lyfja. Samstarfið miðar að því að fjölga aukaverkanatilkynningum lyfja sem eru merkt svörtum þríhyrningi en einnig alvarlegum aukaverkunum. Til alvarlegra aukaverkana teljast þær sem leiða til sjúkrahúsinnlagnar eða lengingar á sjúkrahúsvist, fötlunar eða fæðingargalla, lífshættulegs ástands, eða dauða. 

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. október 2017 - 25.10.2017

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. október 2017

Lesa meira

Norræn samvinna um lyfjamál - 23.10.2017

Efnt hefur verið til samstarfs fjögurra norrænna þjóða um lyfjamál. Þau lönd sem nú þegar taka þátt í starfinu eru Danmörk, Ísland, Noregur og Svíþjóð. Ætlunin er að kanna meðal annars möguleika á sameiginlegu útboði við lyfjainnkaup í því skyni að lækka innkaupsverð lyfja.

Lesa meira

Methergin af markaði - 23.10.2017

Methergin töflur verða felldar úr lyfjaskrám 1. nóvember nk. að ósk markaðsleyfishafa.

Lesa meira

Xenical af markaði - 23.10.2017

Xenical 120 mg hart hylki fer af markaði 1. nóvember nk. Lesa meira

Nýtt frá CHMP - október - 23.10.2017

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 9.-12. október. 

Lesa meira

Lomudal af markaði - 20.10.2017

Lomudal augndropar fara af markaði 1. nóvember nk. að ósk markaðsleyfishafa.

Lesa meira

Ákvörðun um að takmarka ávísun nokkurra eftirritunarskyldra lyfja frestað til 1. janúar 2018 - 20.10.2017

Lyfjastofnun hefur yfirfarið þær umsagnir sem borist hafa vegna fyrirhugaðra aðgerða til að takmarka heimild til ávísunnar nokkurra eftirritunarskyldra lyfja. Í næstu viku verður fundað með fagaðilum og farið enn frekar yfir þær ábendingar og athugasemdir sem hafa borist. Ákvörðuninni um að takmarka ávísun nokkurra eftirritunarskyldra lyfja með tilgreint hámarksmagn hvers lyfs er frestað til 1. janúar 2018. Lyfjastofnun mun leitast við að vinna að farsælli útfærslu í samráði við við fagaðila.

Lesa meira

Meistaranemar heimsækja Lyfjastofnun - 20.10.2017

Á hverju ári fær Lyfjastofnun heimsókn frá lyfjafræðinemum þar sem starfsemi stofnunarinnar er kynnt. Lyfjafræðingar eru stærstur hópur starfsmanna á Lyfjastofnun.

Lesa meira

Lyfja Sauðárkróki flytur - 19.10.2017

Lyfja Sauðárkróki flytur að Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki

Lesa meira

Hjálparefni á umbúðum og fylgiseðlum lyfja - uppfærsla - 11.10.2017

Viðauki við leiðbeiningar vegna upplýsinga um hjálparefni á umbúðum og í fylgiseðli hefur verið uppfærður.

Lesa meira

Lyf og heilsa Hringbraut flytur og fær nýtt nafn - 10.10.2017

Lyf og heilsa Hringbraut flytur að Fiskislóð 1, 101 Reykjavík og heitir nú Lyf og heilsa Granda

Lesa meira

Lyfjastofnun Evrópu birtir umsagnir um borgirnar sem sækjast eftir að fá stofnunina til sín - 10.10.2017

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur birt mat og athugasemdir vegna umsókna um nýja staðsetningu stofnunarinnar. Nítján borgir hafa sóst eftir að fá stofnunina til sín í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, en  EMA hefur verið í Lundúnum frá upphafi, árinu 1995.

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsfólks (DHPC) - alvarlegar aukaverkanir epóetín-lyfja - 6.10.2017

Markaðsleyfishafar allra lyfja sem innihalda epóetín hafa í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent frá sér viðvörun um hættu á alvarlegum aukaverkunum lyfja sem innihalda epóetín. 

Lesa meira

Heimild til ávísunar eftirritunarskyldra lyfja takmarkist við tilgreint hámarksmagn hvers lyfs - 2.10.2017

Frestur til umsagna framlengdur og fyrirhugaðri gildistöku seinkað.

Lesa meira

Ávísun Strattera og samheitalyfja ekki lengur bundin við sérfræðinga - 2.10.2017

Í tengslum við endurskoðun á afgreiðslumerkingum lyfja hefur Lyfjastofnun fellt niður sk. Z-merkingu lyfsins Strattera og samheitalyfja þess.

Lesa meira

Lyfjastofnun lokuð frá kl. 11 á föstudag - 28.9.2017

Lyfjastofnun verður lokuð frá klukkan 11 föstudaginn 29. september vegna starfsdags. Í neyðartilfellum er hægt að hringja í síma 899 6962. Lesa meira

Mistök við afgreiðslu í lyfjabúðum - 28.9.2017

Að gefnu tilefni er vakin athygli á nýju dreifibréfi Lyfjastofnunar um mistök við afgreiðslu í lyfjabúðum.

Lesa meira

Umræða um melatónín - 22.9.2017

Undanfarna daga hefur átt sér stað umræða um melatónín í fjölmiðlum. Vaknað hafa spurningar um hvers vegna lyfið er lyfseðilsskylt hér á landi þegar hægt er að kaupa það sem fæðubótarefni í Bandaríkjunum svo dæmi sé nefnt. 

Lesa meira

Fréttabréf Lyfjastofnunar Evrópu - ágúst - 20.9.2017

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) gefur mánaðarlega út fréttabréfið „Human Medicines Highlights“ með upplýsingum um það helsta sem stofnunin birti um lyf fyrir menn mánuðinn áður. Í bréfinu er einnig að finna tengla á dagskrár, fundagerðir og skýrslur CHMP, PRAC og fleiri nefnda á vegum EMA.

Lesa meira

Til markaðsleyfishafa – Íslenskar þýðingar á nýjum staðalheitum/breytt þýðing á staðalheiti - 19.9.2017

Drög að nýjum íslenskum þýðingum á staðalheitum fyrir lyfjaform og umbúðir sem samþykkt hafa verið hjá evrópsku lyfjaskránni (EDQM) liggja nú fyrir. Áður en ný staðalheiti verða send til EDQM til birtingar er hagsmunaaðilum boðið að senda Lyfjastofnun athugasemdir við þýðingarnar eigi síðar en 18. október n.k.

Lesa meira

Nýtt frá CHMP - september - 19.9.2017

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 11.-14. september

Lesa meira

Heimild til ávísunar eftirritunarskyldra lyfja takmarkist við tilgreint hámarksmagn hvers lyfs - 15.9.2017

Þrátt fyrir að ýmsar hömlur og sérstakt eftirlit sé nú þegar í gildi fyrir lyfin sem um ræðir nægir það ekki til að mati Lyfjastofnunar. Lyfjastofnun fyrirhugar því að takmarka heimild til ávísunar eftirritunarskyldra lyfja sem afgreidd eru til sjúklinga frá og með 1. nóvember 2017. Umsagna er óskað fyrir lok dags 30. september 2017. Lyfjastofnun hyggst skipta þessu verkefni upp í áfanga og verða fyrst tekin fyrir lyf sem eru á lista sem er að finna í fréttinni. Umsagnir og athugasemdir óskast sendar til Lyfjastofnunar með tölvupósti á netfangið lyfjastofnu[email protected] með efnislínunni „Mál nr. 2017030201 - Umsögn vegna fyrirhugaðra breytinga á ávísuðu magn eftirritunarskyldra lyfja.“ Lesa meira

Tillögur að ráðstöfunum Lyfjastofnunar til að hamla gegn misnotkun eftirritunarskyldra lyfja - 14.9.2017

Í síðasta mánuði var greint frá því á vef Lyfjastofnunar að stofnunin hyggst boða aðgerðir til að hamla gegn misnotkun eftirritunarskyldra lyfja. Á morgun, föstudag verða birtar nánari upplýsingar á vef stofnunarinnar m.a. um hvaða lyf tillögur Lyfjastofnunar ná til og tímafrest til þess að koma að athugasemdum.

Lesa meira

Nýr lyfsöluleyfishafi í Apótekaranum Hamraborg - 13.9.2017

13. september tekur Páll Guðmundsson lyfjafræðingur við lyfsöluleyfinu í lyfjabúðinni Apótekaranum Hamraborg.

Lesa meira

Nýr lyfsöluleyfishafi í Apótekaranum Domus Medica - 13.9.2017

13. september tekur Ga Yeon Mist Choi lyfjafræðingur við lyfsöluleyfinu í lyfjabúðinni Apótekaranum Domus Medica.

Lesa meira

Nýr lyfsöluleyfishafi í Apótekaranum Eiðistorgi - 13.9.2017

13. september tekur Guðbjörg Berglind Snorradóttir lyfjafræðingur við lyfsöluleyfinu í lyfjabúðinni Apótekaranum Eiðistorgi.

Lesa meira

Nýtt frá CVMP - september - 13.9.2017

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir dýr (CVMP) fundaði dagana 5. - 7. september.

Lesa meira

Til heilbrigðisstarfsfólks og lyfjanotenda: Könnun frá EMA varðandi lyfjagát - 12.9.2017

Megin markmið könnunarinnar er að meta vitund, viðhorf og hegðun heilbrigðisstarfsfólks og lyfjanotenda til tilkynninga aukaverkana af völdum lyfja. Áætlað er að það taki um 10 mínútur að svara könnuninni sem er opin til 9.  október nk.

Lesa meira

Nýtt frá PRAC - september 2017 - 11.9.2017

Sérfræðinefnd lyfjastofnunar Evrópu, EMA, um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja, PRAC, fundaði dagana 29. ágúst – 1. september síðastliðinn. Þrennt var til umræðu á fundinum.

Lesa meira

PRAC leggur til að parasetamól með breyttan losunarhraða verði tekið af markaði - 8.9.2017

Sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja hefur fjallað um parasetamól með breyttan losunarhraða. Nefndin hefur ráðlagt að taka eigi parasetamól með breyttan losunarhraða af markaði. Ástæðan er áhætta á eitrun hjá sjúklingum sem tekið hafa of stóran lyfjaskammt. Umfjöllun og ráðleggingar PRAC ná ekki til parasetamóls án forðaverkunar. Á Íslandi er lyfið Paratabs retard á markaði sem ráðleggingin nær til. 

Lesa meira

Starf eftirlitsmanns á eftirlitssviði laust til umsóknar - 7.9.2017

Lyfjastofnun auglýsir laust starf eftirlitsmanns. Helstu verkefni eru á sviði eftirlits bæði með lyfjaframleiðendum og lyfjaheildsölum og einnig með markaðsleyfishöfum, þ.m.t. lyfjagátarkerfum. Umsóknarfrestur er til og með 25. september nk.

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. september 2017 - 7.9.2017

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. september2017

Lesa meira

Útgefin markaðsleyfi fyrir dýralyf í ágúst 2017 - 6.9.2017

Í ágúst voru gefin út sjö ný markaðsleyfi fyrir dýralyf.

Lesa meira

Útgefin markaðsleyfi í ágúst 2017 - 6.9.2017

Í ágúst voru gefin út 18 ný markaðsleyfi lyfja (form og styrkleikar) fyrir menn.

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) - Solu-Medrol (methylprednisolonum natríumsúkkínat) - 4.9.2017

Solu-Medrol (methylprednisolonum natríumsúkkínat) stungulyfsstofn og leysir, lausn 40 mg.

Lesa meira

Fjölmiðlaumræða um tímabundinn lyfjaskort - 1.9.2017

Undanfarna daga hefur verið rætt um atvik í fjölmiðlum þar sem flogaveikt barn fékk ekki lyfin sín vegna lyfjaskorts. Komi til skorts á lyfjum sem eru á markaði á Íslandi er nær oftast hægt að leysa málið með undanþágu.

Lesa meira

Upplýsingar til lyfjabúða - tímabundin undanþága fyrir Testogel í pakkningum með öðru norrænu vörunúmeri en er í lyfjaskrám - 1.9.2017

Til að koma í veg fyrir skort hefur Lyfjastofnun veitt tímabundna heimild til sölu á Testogel með vörunúmeri 01 29 53.

Lesa meira

Sigríður Ólafsdóttir lætur af störfum hjá Lyfjastofnun - 1.9.2017

Sigríður Ólafsdóttir hefur gegnt starfi sviðsstjóra eftirlitssviðs síðastliðin tæp fjögur ár en hverfur nú til annarra starfa. Sindri Kristjánsson er tímabundið nýr sviðsstjóri eftirlitssviðs. Stjórnendur og starfsfólk Lyfjastofnunar þakka henni vel unnin störf og óska henni alls hins besta á nýjum vettvangi.

Lesa meira

Apótek Hafnarfjarðar flytur - 30.8.2017

Apótek Hafnarfjarðar flytur að Selhellu 13, 221 Hafnarfirði 

Lesa meira

Lyfjastofnun boðar tillögur til að hamla gegn misnotkun eftirritunarskyldra lyfja - 30.8.2017

Misnotkun sterkra verkjalyfja og annarra ávana- og fíknilyfja er þekkt vandamál. Ýmsar hömlur og sérstakt eftirlit sem á nú þegar við um þessi lyf duga ekki til að mati Lyfjastofnunar. Með það að markmiði að stjórnvöld taki höndum saman um að stemma stigu við þessum vanda í tengslum við mikla notkun ávana- og fíknilyfja sem blasir við, fyrirhugar Lyfjastofnun að takmarka frekar leyfilegt magn þegar eftirritunarskyldum lyfjum er ávísað. 

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) - Haldol og Haldol Depot (haloperidolum) - 28.8.2017

Janssen hefur sent heilbrigðisstarfsmönnum meðfylgjandi bréf varðandi lyfin Haldol og Haldol Depot (haloperidolum).

Lesa meira

Forstjórar norrænna lyfjastofnana funda í Reykjavík - 18.8.2017

Dagana 17. og 18. ágúst funduðu forstjórar norrænna lyfjastofnana hjá Lyfjastofnun. Fundurinn er liður í samstarfi systurstofnananna sem Lyfjastofnun leggur mikið upp úr þátttöku í. Samstarfið er til hagsbóta fyrir lyfjaiðnaðinn á Íslandi sem og sjúklinga hér á landi.

Lesa meira

Lyfjastofnun Evrópu undirbýr sig fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og flutning í nýja borg - 4.8.2017

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafist handa við þróun áætlunar um samfelldan rekstur stofnunarinnar (e. business continuity plan) til þess að takast á við þá óvissu og hið aukna vinnuálag sem útganga Breta úr Evrópusambandinu og flutningur stofnunarinnar frá Bretlandi hefur í för með sér fyrir stofnunina. Það er í höndum framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins að finna EMA nýtt heimili í Evrópu.

Lesa meira

Athugasemdalaus endurskoðun Ríkisendurskoðunar á Lyfjastofnun - 3.8.2017

Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun sinni á bókhaldi Lyfjastofnunar fyrir árið 2016. Endurskoðunin var athugasemdalaus.

Lesa meira

Útgefin markaðsleyfi fyrir dýralyf í júlí 2017 - 3.8.2017

Í júlí voru gefin út tvö ný markaðsleyfi fyrir dýralyf.

Lesa meira

Útgefin markaðsleyfi í júlí 2017 - 3.8.2017

Í júlí voru gefin út 13 ný markaðsleyfi lyfja (form og styrkleikar) fyrir menn.

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) - Zinbryta (daklízúmabs) - 3.8.2017

Icepharma hefur sent heilbrigðisstarfsmönnum meðfylgjandi bréf varðandi takmarkanir á notkun Zynbryta (daklízúmabs) með hliðsjón af lífshættulegri svæsinni lifrarbilun.

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. ágúst 2017 - 3.8.2017

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. ágúst 2017

Lesa meira

Undanþága fyrir Boostrix Polio - 24.7.2017

Til að koma í veg fyrir skort hefur Lyfjastofnun veitt heimild til sölu ofangreinds lyfs í sænskum pakkningum með öðru norrænu vörunúmeri en kemur fram í lyfjaskrám.

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) IMBRUVICA (ibrutinib) - 24.7.2017

Hætta á endurvirkjun lifrarbólgu B

Lesa meira