Fréttir


Fréttir: október 2016

Mebeverin-lyf aftur á markað 1. nóvember (Duspatalin Retard forðahylki) - 31.10.2016

Nýtt lyf sem inniheldur mebeverin verður fáanlegt frá og með 1. nóvember.

Lesa meira

Nýtt frá PRAC – október - 28.10.2016

Sérfræðinefnd lyfjastofnunar Evrópu, EMA, um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja, PRAC, fundaði dagana 24.-27. október.

Lesa meira

Notkun lyfja sem innihalda ópíóíða eykst á Íslandi - 27.10.2016

Lyf sem innihalda ópíóíða eru vandmeðfarin vegna aukaverkana og fíknar sem þau geta valdið. Einnig geta milliverkanir við önnur lyf valdið skaða. Búast má við að sumir  ópíóíðar sem ávísað er hér á landi séu notaðir vegna fíknar. Lesa meira

Lyfjastofnun Evrópu opnar aðgang að gögnum klínískra lyfjarannsókna - 24.10.2016

Þann 20. október sl. opnaði Lyfjastofnun Evrópu (EMA) aðgang að gögnum klínískra rannsókna fyrir mannalyf sem eru leyfð á Evrópska efnahagssvæðinu.

Lesa meira

Kvennafrí hjá Lyfjastofnun - 24.10.2016

Konur hjá Lyfjastofnun leggja niður störf í dag klukkan 14:38 í tilefni Kvennafrís.

Lesa meira

Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Actilyse (alteplasi) - 20.10.2016

Athygli vakin á hugsanlegu vandamáli við blöndun Actilyse stungulyfs-/innrennslisstofns.

Lesa meira

Matvælastofnun varar við ólöglegu lyfjaefni í megrunartei - 19.10.2016

Matvælastofnun varar við þremur tegundum af megrunartei sem innihalda síbútramín. Árið 2010 komst sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) að þeirri niðurstöðu að áhættan við notkun síbútramíns við meðhöndlun á offitu vegi þyngra en ávinningur þess og lagði því til að markaðsleyfi lyfja sem innihalda síbútramín yrðu innkölluð tímabundið á Evrópska efnahagssvæðinu. Matvælastofnun útilokar ekki að vörurnar sem varað er við fáist hérlendis. Neytendur sem verða varanna varir eru hvattir til að neyta þeirra ekki og tilkynna það til Matvælastofnunar. Lesa meira

Meistaranemar í lyfjafræði við Háskóla Íslands í heimsókn hjá Lyfjastofnun - 19.10.2016

Háskólanemar í lyfjafræði heimsækja Lyfjastofnun árlega. Nemarnir hlýddu á kynningu um starfsemi stofnunarinnar.

Lesa meira

Vefsíða Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun liggja niðri frá klukkan 17 föstudaginn 28. október til klukkan 6 þriðjudaginn 1. nóvember nk. - 17.10.2016

Vegna viðbragðsæfingar verður vefur EMA óaðgengilegur frá 28. október til 1. nóvember. Tölvupóstar sem sendir eru á tímabilinu til starfsfólks EMA fara á bið til 1. nóvember.  Lesa meira

Selegilin Mylan af markaði - 17.10.2016

Selegilin Mylan töflur verða felldar úr lyfjaskrám 1. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Notkun sýklalyfja handa dýrum - 17.10.2016

ESVAC - 6. ársskýrsla - 2014.

Lesa meira

Notkun metformins við sykursýki 2 heimiluð hjá sjúklingum með miðlungs skerta nýrnastarfsemi - 17.10.2016

Miðlungs skert nýrnastarfsemi (GFR 30-59 mk/mín/1,73m2) er ekki lengur frábending við notkun metformíns við sykursýki 2. Þetta er niðurstaða vísindalegs mats hjá Lyfjastofnun Evrópu (EMA). Lesa meira

Nýtt frá CHMP – október - 17.10.2016

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn, CHMP, hélt fund dagana 10.-13. október.

Lesa meira

Questran Loc af markaði - 13.10.2016

Questran Loc mixtúruduft verður fellt úr lyfjaskrám 1. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Áríðandi upplýsingar til röntgenlækna: Öryggi á notkun gadolinium skuggaefnum við segulómskoðanir til skoðunar hjá Lyfjastofnun Evrópu - 13.10.2016

Öryggi á notkun gadolinium skuggaefnum sem notuð eru við segulómskoðanir eru til skoðunar hjá EMA. Skoðunin miðar að því að meta hættuna á því að gadolinium losni úr skuggaefninu og bindist í vefi líkamans og hvort grípa þurfi til einhverra aðgerða með öryggi sjúklinga í huga. Gadolinium skuggaefni með markaðleyfi á Íslandi eru þrjú talsins.

Lesa meira

Mebeverin dura af markaði - 12.10.2016

Mebeverin dura töflur verða felldar úr lyfjaskrám 1. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Fréttabréf Lyfjastofnunar Evrópu – september - 10.10.2016

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) gefur mánaðarlega út fréttabréfið „Human Medicines Highlights“.

Lesa meira

Nýtt frá CVMP – október - 7.10.2016

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um dýralyf, CVMP, hélt fund dagana 4.-6. október.

Lesa meira

Nýr lyfsöluleyfishafi í Lyfjum og heilsu Glerártorgi - 7.10.2016

Föstudaginn 7. október tekur Sigrún Ingveldur Jónsdóttir lyfjafræðingur við lyfsöluleyfinu í lyfjabúðinni Lyfjum og heilsu Glerártorgi.

Lesa meira

Útgefin markaðsleyfi í september 2016 - 6.10.2016

Í september voru gefin út 21 ný markaðsleyfi lyfja (form og styrkleikar) fyrir menn.

Lesa meira

Útgefin markaðsleyfi fyrir dýralyf í september 2016 - 6.10.2016

Í september var gefið út 1 nýtt markaðsleyfi fyrir dýralyf.

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. október 2016 - 4.10.2016

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. október 2016.

Lesa meira