Fréttir


Fréttir: maí 2009

Ísland viðmiðunarland í DC-ferlum - 13.5.2009

Lyfjastofnun hefur nýlega tekið að sér umsjón með DC-ferlum fyrir lyf þar sem Ísland er viðmiðunarland. Lesa meira

Fræðslufundur Lyfjastofnunar og lyfjafyrirtækja - 11.5.2009

Árlegur fræðslu- og kynningarfundur Lyfjastofnunar með starfsfólki fyrirtækja í lyfjaheildsölu og framleiðslu verður haldinn þriðjudaginn 12. maí n.k. kl. 13:30. Fundurinn verður haldinn á Bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg. Lesa meira

Birting leiðbeininga um miðlæg markaðsleyfi og lyf sem fara í málskot (referral) - 5.5.2009

Lyfjastofnun hefur birt á heimasíðu sinni, upplýsingar og leiðbeiningar til markaðsleyfishafa varðandi sérstakar forsendur markaðsleyfis fyrir miðlæg markaðsleyfi og lyf sem fara í málskot, er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins.

Lesa meira

Rangt að Lyfjastofnun hafi veitt leyfi fyrir Hydroxycut - 4.5.2009

Haft er eftir framkvæmdastjóra Fitnesssport á Íslandi á visir.is að fitubrennsluefnið Hydroxycut sem selt er á Íslandi hafi fengið samþykki Lyfjastofnunar.

Rétt er að umsýsla fæðubótarefna er í höndum Matvælastofnunar.

Lesa meira

Upplýsingar til markaðsleyfishafa - 4.5.2009

Þann 6. mars síðastliðinn samþykkti Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tillögur að breytingum á samantekt á eiginleikum lyfs (SPC), áletrunum og fylgiseðli fyrir lyf sem innihalda virka efnið ramipril og eru ætluð mönnum. Ákvörðunin var tekin í samræmi við grein 30 í tilskipun 2001/83/EC, með síðari breytingum, með það að markmiði að samræma texta fyrir lyfið innan Evrópusambandsins, Noregs og Íslands.

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. maí 2009 - 4.5.2009

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. maí 2009. Lesa meira