Fréttir


Fréttir: 2009

RMS óskir - 30.12.2009

Nýjar upplýsingar fyrir RMS óskir Lesa meira

Lokað á gamlársdag. - 28.12.2009

Lyfjastofnun verður lokuð á gamlársdag. Í neyðartilvikum er hægt að hringja í síma 616 1444. Lesa meira

Afskráð lyf 1. janúar 2010 - 23.12.2009

Lyf, lyfjaform og styrkleikar sem verða afskráð 1. janúar 2010. Lesa meira

Jólakveðja Lyfjastofnunar - 23.12.2009

Jolakort_lyfjast_09_copy2

 

 

 

Lesa meira

Lyfjastofnun Evrópu rýnir gögn um megrunarlyf sem innihalda síbútramín - 22.12.2009

Ný gögn gefa til kynna að langtíma notkun á lyfjum sem innihalda síbútramín geti aukið hættu á alvarlegum hjarta- og æðasjúkdómum. Lesa meira

Ný staðfesting Lyfjastofnunar Evrópu á öryggi bóluefna við inflúensu og veiruvarnarlyfja - 21.12.2009

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) sendir frá sér fréttatilkynningu um öryggi bóluefnis við inflúensu af stofni A(H1N1) og veiruvarnarlyfja eftir mat á nýjustu gögnum. Lesa meira

Nýr lyfsöluleyfishafi í Hveragerði - 21.12.2009

Lyf og heilsa í Hveragerði fær nýjan lyfsöluleyfishafa. Lesa meira

Nýir lyfsöluleyfishafar í lyfjabúðum Lyfja og heilsu - 16.12.2009

Lyfjafræðingar hjá Lyfjum og heilsu færa sig um set. Lesa meira

Lyfjastofnun veitir undanþágu til sölu á Gabapentin Mylan - 14.12.2009

Undanþágan er veitt vegna fyrirsjáanlegs skorts á sambærilegum lyfjum.

Lesa meira

Skipulagsbreytingar á Lyfjastofnun Evrópu (EMEA) - 11.12.2009

Aðeins einu sinni áður í 15 ára sögu EMEA hafa verið gerðar meiriháttar skiplagsbreytingar á stofnuninni. Lesa meira

Stjórnvaldsákvarðanir birtar á vef Lyfjastofnunar - 9.12.2009

Framvegis mun Lyfjastofnun birta niðurstöður stjórnvaldsákvarðana, niðurstöður stjórnsýslukæra til heilbrigðisráðuneytis og dóma sem að stofnuninni snúa á vefsíðu sinni. Lesa meira

Gildistaka Variation Regulation (EC) No 1234/2008 á Íslandi - 9.12.2009

Stefnt er að því að reglugerðin taki formlega gildi á Íslandi í byrjun árs 2010 Lesa meira

Skráning aukaverkana sem hugsanlega tengjast bóluefni gegn inflúensu (A(H1N1) - 4.12.2009

75.500 skammtar af Pandemrix, bóluefni við inflúensu af stofni A(H1N1) hafa verið notaðir. Lesa meira

Progynon af skrá - 4.12.2009

Progynon töflur verða afskráðar 1. janúar. Lesa meira

Ný lyfjabúð - Apótekarinn Akranesi - 4.12.2009

Ný lyfjabúð opnar í verslanamiðstöðinni að Dalbraut 1 á Akranesi Lesa meira

Garamycin af skrá - 4.12.2009

Garamycin stungulyf verður afskráð 1. janúar. Lesa meira

Requip af skrá - 3.12.2009

Requip töflur verða afskráðar 1. janúar. Lesa meira

Inhibace og Inhibace Comp. af skrá - 3.12.2009

Inhibace og Inhibace Comp. töflur verða afskráðar 1. janúar. Lesa meira

Ný lyf á markað 1. desember - 2.12.2009

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. desember 2009. Lesa meira

Afskráð lyf 1. desember 2009 - 2.12.2009

Listi yfir lyf, lyfjaform og styrkleika sem afskráð voru 1. desember 2009. Lesa meira

Mucomyst freyðitöflur á undanþágulista - 1.12.2009

Mucomyst 200 mg freyðitöflur (acetylcystein) hafa verið settar á undanþágulista þar sem ekkert sambærilegt lyf er á skrá á Íslandi. Lesa meira

Trimetoprim Recip á undanþágulista - 1.12.2009

Trimetoprim Recip 100 mg töflur hafa verið settar á undanþágulista þar sem Monotrim töflur eru ófáanlegar. Lesa meira

Notkun rafrænna lyfseðla eykst stöðugt - 1.12.2009

Notkun rafrænna lyfseðla hefur tífaldast á tveimur árum Lesa meira

Bólusetning við inflúensu af stofni A(N1H1) tefst - 27.11.2009

Seinkun hefur orðið á aðföngum bóluefnis til landsins. Lesa meira

Nú hafa um 75.000 Íslendingar verið bólusettir við inflúensu af stofni A(H1N1). - 27.11.2009

Lyfjastofnun hafa borist 16 tilkynningar um aukaverkanir sem hugsanlega geta verið af völdum Pandemrix, bóluefnisins sem notað er gegn inflúensu af þessum stofni. Lesa meira

Ný lyfjabúð - Apótekarinn Höfða - 25.11.2009

Ný lyfjabúð opnar í verslanamiðstöðinni að Bíldshöfða 20 í Reykjavík Lesa meira

Bóluefni við inflúensu A(H1N1) - öruggt og árangursríkt - 23.11.2009

Lyfjastofnun Evrópu (EMEA) sendir frá sér fréttatilkynningu um áhrif og öryggi bóluefnisins Pandemrix og að einn skammtur veiti fullnægjandi vörn í flestum tilvikum. Lesa meira

Alþjóðleg herferð gegn lyfjafölsun og sölu á ólöglegum lyfjum á netinu - 20.11.2009

Vefsvæðum, sem stunda dreifingu falsaðra lyfja, fjölgar stöðugt. Lyfjastofnanir, lögregla og neytendasamtök víða um heim vinna náið saman að alþjóðlegri herferð gegn ólöglegri lyfjasölu á netinu. Lesa meira

Varað við kaupum á rafsígarettum - 20.11.2009

Innflutningur og dreifing slíkra vara hér á landi er brot á lyfjalögum. Lesa meira

Ábyrg sýklalyfjanotkun - vitundarvakning í Evrópu - 18.11.2009

VitundarvakningÍ dag, 18. nóvember 2009, verður haldin vitundarvakning í Evrópu um þá hættu sem mönnum stafar af sýklalyfjaónæmum sýklum og hvatt til ábyrgrar notkunar sýklalyfja. Lesa meira

Lítið um aukaverkanir af völdum inflúensubóluefnis - 13.11.2009

15% þjóðarinnar hafa verið bólusett við inflúensu af stofni A(H1N1). Lesa meira

Almenn bólusetning gegn inflúensu A(H1N1) hefst mánudaginn 23. nóvember. - 12.11.2009

Ætla má að um 50.000 Íslendingar hafi veikst nú þegar af inflúensu í yfirstandandi faraldri. Lesa meira

FÍS hefur breytt frétt frá 4. nóvember s.l. um Lyfjastofnun - 9.11.2009

FÍS hefur þann 6. nóvember s.l. breytt umfjöllun sinni um skýrslu Ríkisendurskoðunar vegna úttektar á Lyfjastofnun, sbr. frétt sem birt var á heimasíðu FÍS 4. nóvember s.l. Lesa meira

Lyfjastofnun gagnrýnir málflutning FÍS - 6.11.2009

Lyfjastofnun mótmælir harðlega rangri túlkun Félags íslenskra stórkaupmanna á nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi stofnunarinnar, sbr. frétt félagsins á heimasíðu þess. Lesa meira

Enn skortur á Chloromycetin augnsmyrsli - 5.11.2009

Kloramfenikol augnsmyrsl frá Noregi er á undanþágulista Lesa meira

Emovat af skrá - 5.11.2009

Emovat krem og smyrsli verða afskráð 1. desember. Lesa meira

Idofer vet. af skrá - 4.11.2009

Idofer vet. stungulyf verður afskráð 1. desember. Lesa meira

Ný lyf á markað 1. nóvember - 3.11.2009

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. nóvember 2009. Lesa meira

Upplýsingar til markaðsleyfishafa - Öryggisupplýsingar - Uppfærsla á lyfjatextum: Ceftríaxón - 2.11.2009

PhVWP, vinnuhópur um lyfjagát á vegum Lyfjastofnunar Evrópu (EMEA) hefur samþykkt tillögur að breytingum á lyfjatextum, fyrir öll lyf sem innihalda ceftríaxón. Um er að ræða samræmingu öryggisupplýsinga vegna hættu á útfellingu ceftríaxón-kalsíum salts við samhliða meðferð, með gjöf ceftríaxón og kalsíum í bláæð og mögulega lífshættulegum afleiðingum hjá nýburum. Lesa meira

Aukaverkanir af völdum inflúensulyfja - 27.10.2009

Lyfjastofnun hvetur til þess að aukaverkanir af völdun Tamiflu og Relenza verði tilkynntar til stofnunarinnar. Lesa meira

Einn eða tveir skammtar af Pandemrix við inflúensu af stofni A(H1N1) - 26.10.2009

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) staðfestir eftir endurskoðun gagna um bóluefni við inflúensu af stofni A(H1N1) að skömmtunarleiðbeiningar skuli haldast óbreyttar. Lesa meira

Aukaverkanir af völdum inflúensubóluefnis - 20.10.2009

Lyfjastofnun hvetur til þess að aukaverkanir af völdun Pandemrix verði tilkynntar til stofnunarinnar. Lesa meira

Lyfjastofnun mun uppfæra samantekt um eiginleika lyfsins Tamiflu - 15.10.2009

Í byrjun október mæltist Lyfjastofnun Evrópu til þess að samantekt um eiginleika lyfsins Tamiflu (SmPC) yrði uppfærð. Lesa meira

Til markaðsleyfishafa: Uppfært skjal um hvaða gögn skal senda til CVMP fulltrúa. - 15.10.2009

Lyfjastofnun Evrópu hefur birt uppfært skjal um hvaða gögn skuli senda til þeirra sem sitja í sérfræðinefnd stofnunarinnar um dýralyf. Lesa meira

Góður fundur með starfsfólki lyfjabúða - 14.10.2009

Árlegur kynningar- og fræðslufundur Lyfjastofnunar með starfsfólki lyfjabúða var haldinn í gær, 13. október. Lesa meira

Oseltamivir 15 mg/ml mixtúra, lausn - 12.10.2009

Oseltamivirfosfat er veirulyf sem fyrirhugað er að nota, eftir því sem við á, handa sjúklingum sem fá H1N1 inflúensu. Lesa meira

Upplýsingar til umsækjenda: Staðalform fyrir lyfjatexta miðlægt skráðra lyfja hafa verið uppfærð (útgáfa 7.3) - 9.10.2009

Lyfjastofnun Evrópu hefur birt uppfærð staðalform fyrir lyfjatexta miðlægt skráðra lyfja á heimasíðu sinni. Lesa meira

Sala sýklalyfja hefur dregist saman - 6.10.2009

Sala sýklalyfja var 10% minni fyrstu sex mánuði þessa árs en hún var fyrstu sex mánuði síðasta árs. Lesa meira

Uppfærður listi yfir lyf sem veitt hefur verið íslenskt markaðsleyfi en eru ekki markaðssett - 5.10.2009

Listi yfir lyf sem veitt hefur verið íslenskt markaðsleyfi en eru ekki markaðssett, en eru notuð á grundvelli undanþágubeiðna sem Lyfjastofnun hefur samþykkt hefur verið uppfærður. Lesa meira

Panoxyl af skrá - 5.10.2009

Panoxyl verður afskráð 1. nóvember. Lesa meira

Ný lyf á markað 1. október - 2.10.2009

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. okt. 2009. Lesa meira

Isopto Atropin augndropar af skrá - 2.10.2009

Isopto Atropin 1% augndropar verða afskráðir 1. nóvember. Lesa meira

Lyfjastofnun hefur veitt leyfi fyrir bóluefni gegn heimsfaraldri inflúensu - 30.9.2009

Lyfjastofnun hefur samþykkt breytingu á innihaldsefnum bóluefnisins Pandemrix frá GlaxoSmithKline Biologicals. Nýja samsetningin inniheldur mótefnavaka gegn inflúensuveiru af H1N1 stofni og er ætlað fyrirbyggjandi gegn heimsfaraldri inflúensu sem nú geisar.

Lesa meira

Upplýsingar til umsækjenda: Nýjar leiðbeiningar um gerð samantektar á eiginleikum lyfs (SmPC) - 29.9.2009

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur birt uppfærðar og töluvert breyttar leiðbeiningar um gerð SmPC í upplýsingum til umsækjanda (Notice to Applicants). Lesa meira

Lyfjastofnun Evrópu birtir upplýsingar í tengslum við fyrirhugaða veitingu markaðsleyfa bóluefna við svínaflensu - Uppfærð frétt frá 25.9.2009 - 28.9.2009

Mat á bóluefnum við inflúensu af stofni A(H1N1)v fékk flýtimeðferð hjá CHMP, sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn. Lesa meira

Fylgiseðlar í sögulegu samhengi - 25.9.2009

lesum_sedilinn_monologo_dropsh_copyFimmti kafli kynningarátaks um fylgiseðla Lesa meira

Lyfjastofnun Evrópu mælir með veitingu markaðsleyfis fyrir tvö bóluefni gegn H1N1 inflúensu - 25.9.2009

Mat á bóluefnum við inflúensu af stofni A(H1N1)v fékk flýtimeðferð hjá CHMP, sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn. Lesa meira

Skortur á Chloromycetin augnsmyrsli - 25.9.2009

Augnsmyrsl frá Noregi verður sett á undanþágulista 1. október Lesa meira

Skortur á Chloromycetin augnsmyrsli - 25.9.2009

Augnsmyrsl frá Noregi verður sett á undanþágulista 1. október Lesa meira

Breytast upplýsingar í fylgiseðlum eða er fylgiseðillinn alltaf eins? - 22.9.2009

Fjórði kafli kynningarátaks um fylgiseðlalesum_sedilinn_monologo_dropsh_copy Lesa meira

Upplýsingar til markaðsleyfishafa/umboðsmanna - 21.9.2009

Uppfærðar leiðbeiningar - Umsóknir um breytingar á forsendum markaðsleyfa landsskráðra lyfja o.fl. Lesa meira

Lyfjastofnun lokuð föstudaginn 18. september - 17.9.2009

Starfsdagur Lyfjastofnunar verður haldinn föstudaginn 18. september n.k. Af þeim sökum verður stofnunin lokuð allan þann dag.

Ef nauðsynlegt reynist að hafa samband við stofnunina þá hringið vinsamlegast í síma 820 0211.

Lesa meira

Relenza Rotacaps/Rotahaler 5 mg/hylki, innöndunarduft, afmældir skammtar - 15.9.2009

Heimild til innflutnings lyfsins í öðru lyfjaformi Lesa meira

Hvaða upplýsingar eru í fylgiseðlum? - 15.9.2009

lesum_sedilinn_monologo_dropsh_copyÞriðji kafli kynningarátaks um fylgiseðla Lesa meira

Periactin töflur af skrá 1. nóvember 2009 - 11.9.2009

Uppfærð frétt frá 4. september 2009. Lesa meira

Eru fylgiseðlar mikilvægir? - 11.9.2009

Annar kafli kynningarátaks um fylgiseðlalesum_sedilinn_monologo_dropsh_copy

Lesa meira

Relenza Diskhaler 5 mg/skammt innöndunarduft - 7.9.2009

Lyfjastofnun veitir heimild til sölu lyfsins í enskum pakkningum. Lesa meira

Kynningarátak Lyfjastofnunar um upplýsingar um lyf til almennings og mikilvægi fylgiseðla undir yfirskriftinni „Lesum fylgiseðilinn“ - 7.9.2009

DreifispjaldEin af nýjungum sem EES samningurinn hafði í för með sér var sú að fylgiseðlar með upplýsingum á íslensku skyldu vera í öllum pakkningum lyfja. Fáar undantekningar eru leyfðar. Nokkur ár tók að innleiða þessa breytingu en nú ættu að vera íslenskir fylgiseðlar í pakkningum flestra lyfja sem notendur fá í hendur. Á næstu vikum munu birtast upplýsingar á vef Lyfjastofnunar um fylgiseðla og mikilvægi þeirra og skýringar á efni þeirra.

Lesa meira

Bóluefni við inflúensu af stofni A (H1N1)v, væntanlegt á næstunni - 4.9.2009

Framleiðandi bóluefnis við inflúensu af stofni A (H1N1)v, GlaxoSmithKline hefur staðfest að fyrsta sending bóluefnisins Pandemrix komi til landsins á næstunni. Lesa meira

Periactin af skrá - 4.9.2009

Periactin töflur 4 mg verða afskráðar 1. nóv. 2009. Lesa meira

Ný lyf á markað 1. september 2009 - 3.9.2009

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. september 2009. Lesa meira

Upplýsingar til markaðsleyfishafa/umboðsmanna - 2.9.2009

Leiðbeiningar - Umsóknir um breytingar á forsendum markaðsleyfa landsskráðra lyfja o.fl. Lesa meira

Breyting á MedDRA tíðniflokkun - 2.9.2009

Lyfjastofnun Evrópu (EMEA) hefur birt uppfært skjal um flokkun aukaverkana eftir tíðni og líffærakerfum skv. MedDRA kerfi. Lesa meira

Upplýsingar vegna Íslands til umsækjenda um miðlægt skráð lyf uppfærðar á vefsíðu EMEA - 1.9.2009

Lyfjastofnun Evrópu (EMEA) hefur birt nýja spurningu og svar undir leiðbeiningum til umsækjanda um miðlæg markaðsleyfi lyfja á vefsíðu sinni. Lesa meira

CHMP leggur til að lyf sem innihalda dextropropoxyfen verði tekin af markaði - 31.8.2009

Vísindanefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn, CHMP leggur til að öll lyf sem innihalda dextropropoxyfen verði tekin af markaði. Tillagan hefur verið send framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í því augnamiði að hún verði bindandi fyrir öll aðildarlöndin. Lesa meira

Lyfjastofnun Evrópu yfirfer gögn um bóluefni gegn inflúensufaraldri - 12.8.2009

Vinna er hafin hjá Lyfjastofnun Evrópu við að yfirfara gögn um bóluefni gegn H1N1 inflúensu (svínainflúensu). Lesa meira

Framleiðslu Locoidol hætt - 6.8.2009

Locoidol krem verður afskráð 1. sept. 2009. Lesa meira

Ný lyf á markað 1. ágúst 2009 - 4.8.2009

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. ágúst 2009. Lesa meira

Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið varar við elektrónískum sígarettum - 31.7.2009

Komið hefur í ljós að elektrónískar sígarettur innihalda, auk nikótíns, ýmis skaðleg efni. Lesa meira

Lyfjastofnun Evrópu EMEA ályktar um öryggi glargíninsúlíns - 24.7.2009

Í fréttatilkynningu Lyfjastofnunar Evrópu, EMEA, sem send var út 23. júlí kemur fram að ekki sé ástæða til að ætla að samhengi sé milli notkunar á glargíninsúlíni og krabbameins.

Lesa meira

Framleiðslu Parkódín endaþarmsstíla hætt - 15.7.2009

Parkódín endaþarmsstílar verða afskráðir 1. ágúst 2009. Lesa meira

Framleiðslu Estracomb forðaplástra hætt - 15.7.2009

Estracomb forðaplástrar verða afskráðir 1. ágúst 2009. Lesa meira

Upplýsingar til markaðsleyfishafa - 15.7.2009

Leiðbeiningar um hvernig sækja skal um birtingu upplýsinga í lyfjaskrám.

Á vef Lyfjastofnunar eru nýjar leiðbeiningar um hvernig sækja skal um birtingu upplýsinga í lyfjaskrám. Helstu breytingar eru að umsókn skal senda Lyfjastofnun á sérstöku eyðublaði.

Lesa meira

Tilkynningar aukaverkana fyrri hluta ársins 2009 - 13.7.2009

Lyfjastofnun hefur móttekið 74 tilkynningar um mögulegar aukaverkanir af völdum lyfja á Íslandi fyrstu sex mánuði ársins 2009. Lesa meira

Eykur notkun á glargíninsúlíni áhættu á krabbameini? - 8.7.2009

Lyfjastofnun Evrópu, EMEA, hefur nú til skoðunar nýbirtar upplýsingar úr fjórum rannsóknum þar sem greint er frá mögulegum tengslum milli notkunar á glargíninsúlíni og áhættu á krabbameini. Lesa meira

Hagsmunatengsl og hagsmunaárekstrar við gerð klínískra leiðbeininga - 8.7.2009

Landlæknisembættið og Landspítali vinna að gerð vinnureglna um hagsmunatengsl og hagsmunaárekstra við gerð klínískra leiðbeininga.

Lesa meira

Upplýsingar til dýralækna - 7.7.2009

Fyrr á þessu ári voru gefin út fyrstu íslensku markaðsleyfin fyrir dýralyf sem innihalda fluorokinolona og eru ætluð dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis. Dýralyfjanefnd Lyfjastofnunar Evrópu (CVMP) hefur fjallað sérstaklega um þennan lyfjaflokk og ákveðið varnaðarorð sem skuli vera í samantekt á eiginleikum lyfjanna (SPC). Lesa meira

Ný lyf á markað 1. júlí 2009 - 3.7.2009

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. júlí 2009. Lesa meira

Ársskýrsla Lyfjastofnunar - 24.6.2009

Ársskýrsla Lyfjastofnunar 2008 er nú aðgengileg á vef stofnunarinnar. Lesa meira

Lyfjastofnun Evrópu samþykkir notkun inflúensulyfja fyrir börn og lengir fyrningartíma þeirra - 16.6.2009

Vísindanefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hefur fallist á að Tamiflu og Relenza megi gefa börnum innan eins árs við inflúensu faraldri af stofni A/H1N1. Einnig hefur nefndin samþykkt að þungaðar konur og konur með börn á brjósti geti notað lyfin.

Lesa meira

Upplýsingar til markaðsleyfishafa - 4.6.2009

Alendrónat - Aukin hætta á álagsbrotum

Breyting á tímaáætlun vegna uppfærslu á lyfjatextum

Lyfjastofnun birti frétt á heimasíðu sinni 2. apríl s.l. þar sem stofnunin beinir því til markaðsleyfishafa landsskráðra lyfja sem innihalda alendronat að þeir sæki um breytingu af tegund II fyrir þessi lyf. Um var að ræða uppfærslu öryggisupplýsinga í SPC og fylgiseðlum skv. samþykki PhVWP frá janúar 2009. Í fréttinni kom fram tímafrestur vegna umsóknarinnar.

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. júní 2009 - 3.6.2009

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. júní 2009. Lesa meira

Ísland viðmiðunarland í DC-ferlum - 13.5.2009

Lyfjastofnun hefur nýlega tekið að sér umsjón með DC-ferlum fyrir lyf þar sem Ísland er viðmiðunarland. Lesa meira

Fræðslufundur Lyfjastofnunar og lyfjafyrirtækja - 11.5.2009

Árlegur fræðslu- og kynningarfundur Lyfjastofnunar með starfsfólki fyrirtækja í lyfjaheildsölu og framleiðslu verður haldinn þriðjudaginn 12. maí n.k. kl. 13:30. Fundurinn verður haldinn á Bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg. Lesa meira

Birting leiðbeininga um miðlæg markaðsleyfi og lyf sem fara í málskot (referral) - 5.5.2009

Lyfjastofnun hefur birt á heimasíðu sinni, upplýsingar og leiðbeiningar til markaðsleyfishafa varðandi sérstakar forsendur markaðsleyfis fyrir miðlæg markaðsleyfi og lyf sem fara í málskot, er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins.

Lesa meira

Rangt að Lyfjastofnun hafi veitt leyfi fyrir Hydroxycut - 4.5.2009

Haft er eftir framkvæmdastjóra Fitnesssport á Íslandi á visir.is að fitubrennsluefnið Hydroxycut sem selt er á Íslandi hafi fengið samþykki Lyfjastofnunar.

Rétt er að umsýsla fæðubótarefna er í höndum Matvælastofnunar.

Lesa meira

Upplýsingar til markaðsleyfishafa - 4.5.2009

Þann 6. mars síðastliðinn samþykkti Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tillögur að breytingum á samantekt á eiginleikum lyfs (SPC), áletrunum og fylgiseðli fyrir lyf sem innihalda virka efnið ramipril og eru ætluð mönnum. Ákvörðunin var tekin í samræmi við grein 30 í tilskipun 2001/83/EC, með síðari breytingum, með það að markmiði að samræma texta fyrir lyfið innan Evrópusambandsins, Noregs og Íslands.

Lesa meira

Ný lyf á markað 1. maí 2009 - 4.5.2009

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. maí 2009. Lesa meira

Varað við kaupum á flensulyfinu Tamiflu® á netinu - 29.4.2009

Lyfjastofnanir í Evrópu fylgjast náið með framboði á flensulyfjum á netinu Lesa meira

Undirbúningur vegna svínainflúensu gengur samkvæmt áætlun - 29.4.2009

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) lýsti yfir því á mánudag (27.4.) að hættustig vegna hugsanlegs heimsfaraldurs inflúensu hafi verið uppfært frá 3. stigi til þess 4. sem samsvarar hættustigi almannavarnakerfisins hér á landi.

Lesa meira