Breyttur afgreiðslutími sumarið 2020

Dagana 20.- 31. júlí 2020 verður Lyfjastofnun opin en lágmarksþjónusta verður veitt þá daga vegna sumarleyfa starfsfólks.

Eftirfarandi takmarkanir verða á þjónustu Lyfjastofnunar í sumar:

Klínískar lyfjarannsóknir

Vegna sumarfría mun Lyfjastofnun ekki taka við umsóknum um leyfi til klínískra lyfjarannsókna og breytinga á rannsóknaráætlun frá 13. júlí 2020 til og með 10. ágúst 2019 (vikur 29-32). Berist umsóknir á þessu tímabili verður móttaka þeirra ekki staðfest (dagur 0) fyrr en eftir 10. ágúst 2020.

Umsækjendur eru hvattir til að miða áætlanir sínar vegna umsókna um leyfi fyrir klínískar lyfjarannsóknir og breytinga á rannsóknaráætlun við þessar dagsetningar.

Inn- og útflutningsleyfi ávana- og fíkniefna og eftirlitsskyldra efna

Ekki verður tekið við umsóknum um inn- og útflutningsleyfi ávana- og fíkniefna og eftirlitsskyldra efna á tímabilinu 20. júlí til 4. ágúst 2020 (vikur 30 og 31).

Umsóknir þurfa að berast fyrir 13. júlí 2020 vegna lokunarinnar til að öruggt sé að náist að afgreiða umsóknirnar.

Neyðartilvikum verður sinnt eins fljótt og hægt er. 

CPP vottorð

Ekki verður tekið við umsóknum um CPP vottorð á tímabilinu 20.júlí til 12.ágúst 2020. Síðasti innsendingardagur CPP umsókna fyrir sumarleyfi er 10.júlí


Var efnið hjálplegt? Nei