Gæðamál

Lyfjastofnun hófst handa árið 2001 við formlega uppbyggingu gæðakerfis. Tekið var mið að kerfum erlendra systurstofnana og leiðbeiningum frá alþjóðasamtökum og þeim breytingum sem voru í farvatninu á þeim tíma. Ákveðið var að kerfisvæða þetta stjórntæki og varð FOCAL gæðahandbók í Lotus Notes kerfinu fyrir valinu.

Gæðastjórnun hefur verið efld hjá Lyfjastofnun m.a. með fjölgun virkra ferla og sérstöku verklagsteymi sem fylgist með framvindu gæðamála og innleiðingu.

Allar úttektir og sjálfsmat hjálpa til við að meta stöðu gæðastjórnunarkerfisins á hverjum tíma. Auk BEMA sjálfsmats og formlegrar ytri úttektar sem fram hefur farið  mun á næstu árum verða lögð áhersla á innri úttektir til að fylgja eftir mati á stöðu gæðamála, sem gefur jafnframt mun ríkari upplýsingar fyrir rýni stjórnenda.
Var efnið hjálplegt? Nei