Gæðamál og árangursmælingar

Gæðastjórnun hefur verið efld hjá Lyfjastofnun m.a. með fjölgun virkra ferla og sérstöku verklagsteymi sem fylgist með framvindu gæðamála og innleiðingu. Allar úttektir og sjálfsmat hjálpa til við að meta stöðu gæðastjórnunar á hverjum tíma, en auk sjálfsmats og formlegra ytri úttekta sem fram hafa farið verður aukin áhersla lögð á innri úttektir um stöðu gæðamála, sem veitir stjórnendum ríkar upplýsingar fyrir rýni þeirra.

Lyfjastofnun hefur nýtt sér aðferðarfræði stefnumiðaðs árangursmats til að koma markaðri stefnu í framkvæmd, með einfaldri útfærslu, sem heldur heildarsýn. Skoðaðir eru árangursmælikvarðar út frá fjórum lykilsjónarhornum þjónustu, fjármála, gæða- og ferlamála og mannauði, sem byggja á þeim gildum sem Lyfjastofnun hefur að leiðarljósi.


Var efnið hjálplegt? Nei