Alþjóðasamskipti

Lyfjastofnun er hlekkur í keðju lyfjastofnana á Evrópska efnahagssvæðinu. Umfangsmikið samstarf er milli þessara stofnana og Lyfjastofnunar Evrópu í Amsterdam. (European Medicines Agency, EMA) s.s. við útgáfu markaðsleyfa, skráningu aukaverkana, og eftirlits með fyrirtækjum og stofnunum sem sýsla með lyf. Samstarfið nær einnig til upplýsingakerfa og hafa margvíslegir samevrópskir gagnagrunnar og tölvukerfi á sviði lyfjamála verið þróaðir eða eru í þróun. Þetta samstarf hefur m.a. haft í för með sér að starfsmenn Lyfjastofnunar taka þátt og leysa verkefni í sérfræðinganefndum bæði á vegum EMA, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og forstjóra lyfjastofnana Evrópska efnahagssvæðisins, HMA (Heads of Medicines Agencies).

Lyfjastofnun tekur virkan þátt í starfi Evrópsku lyfjaskrárnefndarinnar á vegum Evrópuráðsins í Strassborg (Ph.Eur.) og samstarfi lyfjaeftirlitsmanna Pharmaceutical Inspection Cooperation Scheme, PIC/S.
Var efnið hjálplegt? Nei