Tilkynna aukaverkun vegna lyfja

Allir geta tilkynnt aukaverkun lyfs til Lyfjastofnunar

Hér fyrir neðan eru eyðublöð vegna aukaverkanatilkynninga sem er hægt að fylla út hér á vefnum og senda beint til Lyfjastofnunar að lokinni útfyllingu.

Vinsamlega athugið að allar upplýsingar sem berast Lyfjastofnun eru skráðar í málakerfi stofnunarinnar. Skylt er að afhenda þær Þjóðskjalasafni til varðveislu skv. lögum um opinber skjalasöfn. Vinsamlegast takmarkið persónuupplýsingar við það sem nauðsynlegt er til þess að leysa úr erindinu.

Tilkynna aukaverkun vegna lyfjanotkunar manna   
Tilkynna aukaverkun vegna lyfjanotkunar dýra

Þeim sem ekki sjá sér fært að styðjast við eyðublöðin hér að ofan til að tilkynna um aukaverkun lyfs er velkomið að tilkynna aukaverkun til Lyfjastofnunar með því að senda tölvupóst til [email protected] eða hringja í síma 520 2100.

(18.11.2017)


Var efnið hjálplegt? Nei