• Heilbrigðisstarfsmenn

Heilbrigðisstarfsmenn

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er upplýsingagjöf til heilbrigðisstarfsmanna um lyf og ýmislegt sem þeim tengist svo þær hafi nýjar og óháðar upplýsingar með neytendavernd að leiðarljósi. Hér eru tenglar sem geta nýst heilbrigðisstarfsmönnum.


Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC)

Hér má finna nýjar upplýsingar um öryggi lyfja sem markaðsleyfishafar í samvinnu við Lyfjastofnun senda út til heilbrigðisstarfsmanna.

Lyf með markaðsleyfi á Íslandi

Hér má finna upplýsingar um lyf með markaðsleyfi á Íslandi. Listarnir eru uppfærðir mánaðarlega. Lyfin eru ekki öll markaðssett.

Lyf á biðlista

Lyf sem eru á markaði en af einhverjum orsökum eru ekki til hjá lyfjaheildverslunum, tímabundið, eru birt á biðlistum lyfjafyrirtækjanna.

Lyf án markaðsleyfis

Lyfjastofnun afgreiðir undanþágubeiðnir vegna lyfja sem ekki eru markaðssett á Íslandi. Lyfjastofnun birtir ekki upplýsingar um þessi lyf en hefur tekið saman nokkra gagnlega tengla.

Klínískar lyfjarannsóknir

Lyfjastofnun veitir leyfi fyrir klínískum lyfjarannsóknum. Sækja skal um leyfi til Lyfjastofnunar í samræmi við reglur þar að lútandi.

Listar

Lyfjastofnun gefur út lista með ýmsum upplýsingum um lyf líkt og lista vegna leyfisveitinga lyfja og vegna flokkunar jurta/efna.

Lyf með sérstakar öryggisupplýsingar

Markaðsleyfi sumra lyfja er háð skilyrðum sem kveða á um sérstakar aðgerðir sem markaðsleyfishafi þarf að framkvæma til að lágmarka áhættu og/eða tryggja rétta verkun við notkun þeirra.

Tilkynna aukaverkun vegna lyfja

Hér er hægt að tilkynna aukaverkun lyfs. Allir geta tilkynnt aukaverkun til Lyfjastofnunar og það nægir að grunur leiki á að um aukaverkun sé að ræða til þess að hún sé tilkynnt.