Tannlæknar
Starfssvið Lyfjastofnunar tengist starfsemi tannlækna þar sem þeir ávísa lyfjum og nota lyf í sínu starfi.
Vegna heimildar tannlækna til að ávísa lyfjum hvílir á þeim sama siðferðilega skylda og læknum að tilkynna um aukaverkanir. Stofnunin hvetur tannlækna til að tilkynna aukaverkanir og má finna leiðbeiningar þar að lútandi undir valhnappnum hér til vinstri á síðunni.
Reglugerð nr. 477/2019, um ávísanir tannlækna, fjallar um sérákvæði sem eiga við um heimildir tannlækna til að ávísa lyfjum, vegna verksviðs tannlækna.
Bent er á lyfjaverðskrá sem lyfjagreiðslunefnd birtir á vef sínum mánaðarlega. Þar er að finna upplýsingar um þau lyf sem tannlæknum er heimilt að ávísa hverju sinni.
Lög og reglugerðir
Eftirfarandi lög og reglugerðir gilda um starfsemi allra tannlæknastofa á Íslandi
Lög
- Lyfjalög nr. 93/1994
- Lög nr. 65/1974, um ávana- og fíkniefni
Reglugerðir
- Reglugerð nr. 477/2019 , um heimildir tannlækna til að ávísa lyfjum
- Reglugerð nr. 1266/2017 , um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja
- Reglugerð nr. 233/2001, um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni