Leyfi til að gegna störfum aðstoðarlyfjafræðings tímabundið

Leyfi til að gegna störfum aðstoðarlyfjafræðings tímabundið

Samkvæmt 47. gr. reglugerðar um lyfsöluleyfi og lyfjabúðar, nr. 426/1997, getur Lyfjastofnun veitt lyfjafræðinema, sem lokið hefur fjórða árs námi í lyfjafræði og tveggja mánaða verknámi í apóteki, leyfi til að gegna störfum aðstoðarlyfjafræðings tímabundið enda sé slíkt gert á ábyrgð lyfjafræðings viðkomandi apóteks.

Umsókn um leyfi til að gegna störfum aðstoðarlyfjafræðings tímabundið

Útfyllt umsóknareyðublað skal lyfjafræðingur sem hyggst bera ábyrgð á störfum umsækjanda senda sem fylgiskjal í tölvupósti á netfangið [email protected]. Sé umsókn samþykkt verður staðfesting þess efnis send í tölvupósti á netföng umsækjanda, ábyrgs lyfjafræðings og netfang apóteks þar sem umsækjandi mun starfa. Athugasemdir eða önnur samskipti sem ekki fela í sér samþykkt umsóknar verða sendar á netfang umsækjanda og ábyrgs lyfjafræðings.

Ef Lyfjastofnun veitir umsækjanda tímabundna heimild til að gegna störfum aðstoðarlyfjafræðings er viðkomandi gefið leyfisnúmer og nafn hans og númer sett á lista Lyfjastofnunar yfir lyfjafræðinga á Íslandi sem birtur er á vef stofnunarinnar og í reitinn leyfi/gráða er skráð „nemi“.

Lyfjafræðinema er óheimilt að gegna störfum aðstoðarlyfjafræðings nema í viðurvist ábyrgs lyfjafræðings eða staðgengils hans sem einnig skal vera lyfjafræðingur.

Sjá einnig: Spurt og svarað um umsóknir til að gegna stöðu aðstoðarlyfjafræðings tímabundið

Síðast uppfært í júní 2017


Var efnið hjálplegt? Nei