Listar/ skilgreiningar

Jurtalisti

Á listanum er yfirlit yfir þær jurtir sem voru flokkaðar fyrir 1. janúar 2010. Listinn er einungis leiðbeinandi. Ekki eru gerðar breytingar á listanum frá 1. janúar 2010 nema ef sú vara sem er í flokkun innihaldi einungis eina jurt.

Algeng innihaldsefni 

Á listanum er yfirlit yfir þau efni voru flokkuð fyrir 1. janúar 2010.  Þessi listi er einungis leiðbeinandi. Ekki eru gerðar breytingar á listanum frá 1. janúar 2010 nema ef sú vara sem er í flokkun innihaldi einungis eitt efni.

Flokkaðar vörur

Á listanum eru vörur sem Lyfjastofnun hefur skoðað síðan 1. janúar 2010 og stofnunin telur að falli undir skilgreiningu á lyfi í 5. gr. lyfjalaga.

Áletranir

Á listanum er yfirlit yfir áletranir sem lagt hefur verið mat á. 

Vítamín og steinefni

Vítamín og steinefni, hámarksskammtar af vítamínum og steinefnum til inntöku eru skilgreindir af Matvælastofnun.  Vítamín og steinefni geta verið flokkuð sem lyf ef áletranir eða neysluform eru á þann veg.  Til dæmis eru vítamín í stunguformi eða með áletrun „við vítamínskorti“ flokkuð sem lyf.


Var efnið hjálplegt? Nei