Eftirlit með apótekum - skoðunarhandbók

Skoðunarhandbók apóteka lýsir verklagi sem starfsmenn Lyfjastofnunar vinna eftir við eftirlit í apótekum, apóteksútibúum og lyfsölum. 

Markmið með útgáfu skoðunarhandbókarinnar er að stuðla að opinni stjórnsýslu. Með því móti geta eftirlitsþegar kynnt sér hvers er vænst af þeim og áttað sig betur á túlkun lyfjalöggjafarinnar. 

Skoðunarhandbókin verður endurskoðuð eftir þörfum og að lágmarki á þriggja ára fresti. Ábendingar um viðbætur og breytingar sendist á netfangið [email protected] merkt Skoðunarhandbók apóteka.

Sækja Skoðunarhandbók apóteka - 1. útgáfa - 8. febrúar 2019.


(8. febrúar 2019)


Var efnið hjálplegt? Nei