Apótek

Lyfjastofnun annast eftirlit með öllum apótekum og lyfjasölum ásamt útibúum þeirra. Lyfjastofnun veitir auk þess lyfsöluleyfi til umsækjanda um lyfsöluleyfi vegna apóteks í rekstri, ef umsækjandi uppfyllir skilyrði lyfjalaga og reglugerða um slíkt leyfi. Hér er hægt að finna gagnlega tengla fyrir starfsfólk og  starfsemi apóteka.


Lyf án markaðsleyfis

Lyfjastofnun afgreiðir undanþágubeiðnir vegna lyfja sem ekki eru markaðssett á Íslandi. Lyfjastofnun birtir ekki upplýsingar um þessi lyf en hefur tekið saman nokkra gagnlega tengla.

Lyf á biðlista

Lyf sem eru á markaði en af einhverjum orsökum eru ekki til hjá lyfjaheildverslunum, tímabundið, eru birt á biðlistum lyfjafyrirtækjanna.

Nýskráningar

Hér má nálgast upplýsingar um nýskráningar lyfja á íslenskan markað undanfarin misseri.

Ávana- og fíknilyf

Um ávana- og fíknilyf gilda ákveðnar takmarkanir sem hægt er að skoða hér.

Listi yfir lyf sem má vélskammta

Lyfjastofnun birtir lista yfir lyf sem má vélskammta.

Lyf með sérstakar öryggisupplýsingar

Markaðsleyfi sumra lyfja er háð skilyrðum sem kveða á um sérstakar aðgerðir sem markaðsleyfishafi þarf að framkvæma til að lágmarka áhættu og/eða tryggja rétta verkun við notkun þeirra.